23.3.20
Vika 2 i einangrun
Helgin hjá okkur var nokkuð góð. Það var ágætt að þrufa ekki að fara í prógram strax klukkan níu heldur sváfum við bara út, börnin horfðu á teiknimyndir, við gerðum french toast og allir bara eitthvað að dunda í náttfötunum. Við fórum í svolítið súrrealiska gönguferð um hverfið. Sáum enga bíla en fullt af fólki að viðra sig með 6 feta millibili. Við ætluðum að setja bókasafnsbækur í lúguna en það var búið að líma fyrir hana.
Hápunktur helgarinnar var 4 tíma session í Mice and Mystics. Það er svona söguspil sem Óli leiðir okkur í gegnum. Við breyttumst í mýs til þess að sleppa úr kastalanum þar sem vond drottning ræður nú ríkjum og við lendum í allskonar vandræðum sem við notum snilligáfu og bardagalist til þess að komast úr.
Við Óli byrjuðum að horfa á Valhalla murders. Þetta er ekki réttur tími fyrir svona þátt. Það er ekki eins og það vanti eitthvað suspence í lífið þessa dagana. Horfðum líka á tvo þætti af good omens sem eru svaka silly. En við horfðum á Lady Bird sem er indæl og við kunnum bæði að meta.
Þó það fari einstaklega vel um okkur hérna er ég strax farin að láta mig dreyma um að fara upp í sveit, tjalda og vera í náttúrunni. Ég fór ekkert út í dag. Átti ekki erindi í matvöruverslun né apótek. En við stelpurnar elduðum quiche sem var geggjað og meira að segja Ásta hámaði það í sig, litla ljósið.
Gail vinkona mín bauð barbídúkkunum upp á veislu. Galdraði fram Lo Mein og happy hour með pina coladas.
Hápunktur helgarinnar var 4 tíma session í Mice and Mystics. Það er svona söguspil sem Óli leiðir okkur í gegnum. Við breyttumst í mýs til þess að sleppa úr kastalanum þar sem vond drottning ræður nú ríkjum og við lendum í allskonar vandræðum sem við notum snilligáfu og bardagalist til þess að komast úr.
Við Óli byrjuðum að horfa á Valhalla murders. Þetta er ekki réttur tími fyrir svona þátt. Það er ekki eins og það vanti eitthvað suspence í lífið þessa dagana. Horfðum líka á tvo þætti af good omens sem eru svaka silly. En við horfðum á Lady Bird sem er indæl og við kunnum bæði að meta.
Þó það fari einstaklega vel um okkur hérna er ég strax farin að láta mig dreyma um að fara upp í sveit, tjalda og vera í náttúrunni. Ég fór ekkert út í dag. Átti ekki erindi í matvöruverslun né apótek. En við stelpurnar elduðum quiche sem var geggjað og meira að segja Ásta hámaði það í sig, litla ljósið.
Gail vinkona mín bauð barbídúkkunum upp á veislu. Galdraði fram Lo Mein og happy hour með pina coladas.