18.3.20
Ástand
          Góðan daginn, þetta er nú meira ástandið.  Það er vírus og allt í hers höndum.  Við höfum það nokkuð gott þrátt fyrir allt.  Við reynum að taka Bretann: keep calm and carry on á þetta.  Varla annað í boði.  Í dag var annar í heimaskóla og ætli það hafi ekki gengið betur í gær, þegar allir voru spenntir fyrir þessari nýjung.  Planið hjá okkur er akademía milli 9 og 11.  Þá er lestur, skrif og reikningur.  Kl. 11 er hádegismatur og síðan frímínútur í kjölfar hans.  Í gær fórum við út á róló í 2 tíma því það var sól og blíða.  Í dag var rigning og við héldum upp á annar í afmæli Sólveigar með köku og gjöfum.
          
		
 
  
Afmælið hennar var á miðvikudaginn en þá vorum við í Idaho að skíða og héldum daginn hátíðlegan með rjómatertu í morgunmat, skíðum um morguninn, skautum um eftirmiðdaginn og sushi veislu um kvöldið.  Afmælisbarnið var í skýjunum.






