29.3.20
Ásta Guðrún 4 ára
Þetta var svo indælt og við vorum með ljómandi gott partý en á sama tíma aðeins sorglegt að halda upp á 4 ára afmæli mitt í plágunni. En fólk hefur nú haft það verr í gegnum tíðina og við getum ekki kvartað. Búrið er fullt af nauðsinjum og lúxus. Ásta bað um pizzu í kvöldmat og við gerðum allar pizzur, þeirra voru ljómandi góðar en okkar Óla var lang-best. Hún var með pepperoni, ólívum, pickled peppers, sveppum, rauðlauk, gorgonzola, mozzarella og hvítlauk. Þetta var örugglega besta pizza sem ég hef á ævinni fengið. Við vorum með Frozen 2 movie night með pizzunni og afmælisköku í desert. Þetta var toppurinn á tilverunni. Að minnsta kosti covid-tilverunni.