29.3.20

Ásta Guðrún 4 ára

Litla stýrið okkar er orðin 4 ára.  Hún trúði því varla sjálf að þetta væri í alvörunni að gerast.  Í morgun þegar ég óskaði henni til hamingju með afmælið spurði hún "mamma, hvað er ég núna gömul?" "Þú ert fjögurra" "já einmitt".  Just making sure.

Þetta var svo indælt og við vorum með ljómandi gott partý en á sama tíma aðeins sorglegt að halda upp á 4 ára afmæli mitt í plágunni.  En fólk hefur nú haft það verr í gegnum tíðina og við getum ekki kvartað.  Búrið er fullt af nauðsinjum og lúxus.  Ásta bað um pizzu í kvöldmat og við gerðum allar pizzur, þeirra voru ljómandi góðar en okkar Óla var lang-best.  Hún var með pepperoni, ólívum, pickled peppers, sveppum, rauðlauk, gorgonzola, mozzarella og hvítlauk.  Þetta var örugglega besta pizza sem ég hef á ævinni fengið.  Við vorum með Frozen 2 movie night með pizzunni og afmælisköku í desert.  Þetta var toppurinn á tilverunni.  Að minnsta kosti covid-tilverunni.






This page is powered by Blogger. Isn't yours?