26.3.20

Dagur í einangrun

Við fengum alert frá borgarstjóranum, Lori Lightfoot, þess efnis að almenningsgarðar væru núna lokaðir.  Leikvellir eru líka bannsvæði og ef maður mætir fólki þar sem maður gengur eftir gangstétt er fólk alvarlegt í bragði.  Í dag fékk ég sérstakt leyfi kaupmannsins að koma í leikfangabúðina, sem er lokuð eftir tilskipun borgarstjóra, og kaupa afmælispakka fyrir Ástu barnið.  Það var skrýtið að hjóla eftir auðum götum í þetta óvenjulega erindi.

Þrátt fyrir þetta getum við ekki kvartað.  Það er ekkert smá indælt fyrir okkur fjölskylduna að vera öll saman bara í róleguheitunum, allir að vinna í sínu, dag eftir dag.  Við erum með svaka gott skipulag þar sem það er vinna fyrir hádegi fyrir börn og karlfólk.  Hádegismatur og frímínútur eftir hann.  Síðan er vinnutími fullorðinna og þá leika börnin sér eða horfa á bíó.  Kvöldmatur kl. hálf sex og upp í rúm um sjö eða átta ef maður er orðinn átta.  Ég næ kannski ekki að vinna alla mína tíma en ég er ekkert að stressa mig á því.

Í gær voru skreytt páskaegg og í dag sat fólk við bréfaskriftir og buðu dúkkunum í kökuboð.





Og hér er fólk í óða önn að baka apa brauð.


Comments:
Ja hérna hér.

Það er svo frábært hvað þú tekur þessu af miklu æðruleysi Tinna mín. Við þurfum fleira fólk eins og þig. Hreinar línur.

Skrýtnir tímar!!

knús og kram,
Svava
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?