17.6.18
Fathers day
Er í dag og héldum við hann hátíðlegan með meiru. Pabbinn var hlaðinn gjöfum frá leikskólabörnunum. Edda var búin að skipuleggja að hann fengi egg og beikon í morgunmat en mamman klikkaði alveg á að kaupa beikon svo hann fékk egg og brokkolí sem hann var hæstánægður með. Börnin aðeins minna.
Það var hrikalega heitt í dag svo við drifum okkur í sund en laugin er hérna í götunni okkar. Það er enginn smá lúxus og við nutum þess að kæla okkur. Gærdagurinn byrjaði náttúrulega, jah reyndar á pönnukökum en síðan kl. 8 byrjaði leikurinn og við íslendingarnir stóðum límd við skjáinn. Þetta var náttúrulega bara stórkostlegt en síðan fannst okkur líka skemmtilegt þegar lýsandinn sagði í lokin að Íslendingar hefðu unnið 1-1. Síðan var uppskeruhátíð hjá dansskólanum sem stelpurnar eru í. Megan og Gail komu með okkur og þetta var geggjuð sýning. Við vorum öll svo imponeruð yfir því hvað allir stóðu sig vel, hvað þetta var vel skipulagt og flott. Yfir 100 stelpur á bilinu þriggja til átján og svona 7 strákar. Stelpurnar okkar stóðu sig báðar með mikilli prýði. Þær kunnu sporin nokkuð vel og voru ekki með neinn sviðsskrekk. Eftir fengu þær blóm og við öll ís á jeni´s. Um kvöldið fórum við síðan í útskriftarveislu hjá Aubrey og þar voru engin minni flottheit. Verðlaunagripirnir fylltu heilan skáp. Við eigum eftir að sakna barnfóstrunnar okkar svo mikið.
Ein upprennandi ballerína.
Það var hrikalega heitt í dag svo við drifum okkur í sund en laugin er hérna í götunni okkar. Það er enginn smá lúxus og við nutum þess að kæla okkur. Gærdagurinn byrjaði náttúrulega, jah reyndar á pönnukökum en síðan kl. 8 byrjaði leikurinn og við íslendingarnir stóðum límd við skjáinn. Þetta var náttúrulega bara stórkostlegt en síðan fannst okkur líka skemmtilegt þegar lýsandinn sagði í lokin að Íslendingar hefðu unnið 1-1. Síðan var uppskeruhátíð hjá dansskólanum sem stelpurnar eru í. Megan og Gail komu með okkur og þetta var geggjuð sýning. Við vorum öll svo imponeruð yfir því hvað allir stóðu sig vel, hvað þetta var vel skipulagt og flott. Yfir 100 stelpur á bilinu þriggja til átján og svona 7 strákar. Stelpurnar okkar stóðu sig báðar með mikilli prýði. Þær kunnu sporin nokkuð vel og voru ekki með neinn sviðsskrekk. Eftir fengu þær blóm og við öll ís á jeni´s. Um kvöldið fórum við síðan í útskriftarveislu hjá Aubrey og þar voru engin minni flottheit. Verðlaunagripirnir fylltu heilan skáp. Við eigum eftir að sakna barnfóstrunnar okkar svo mikið.
Ein upprennandi ballerína.
15.6.18
Frumburðurinn útskrifaður
Úr kindergarten. Elsku litla stýrið mitt. Hún er orðin fluglæs, leggur saman og dregur frá. Skrifar allt mögulegt og til að undirstrika að hún er Amerísk skrifar hún bílinn með tvemur e-um. Síðan er hún búin að læra svo mikið um hvernig hún getur tekist á við heiminn. Ef Sólveig er í vandræðum með tilfinningarnar sínar, sem hún er á hverjum degi, stingur Edda upp á því að hún noti belly-breathing.
Athöfnin var stórkostleg. Börnin gerðu allt eins og þau áttu að gera. Þau fóru með the pledge og sungu þjóðsönginn. Síðan var hver bekkur með eitt söngatriði. Okkur fannst Eddu bekkur vera með flottasta sönginn. Þau sungu uppáhaldslagið mitt þar sem fyrst erindið er:
Keep your hands to yourself
Use your words use your words
Keep them soft and kind so they never hurt
Svo voru nöfnin þeirra lesin upp og þau tóku við upprúllaðri pappírsörk og gengu yfir brúna í átt að fyrsta bekk.
Mrs. Mangelsdorf er í dýrlingatölu hjá fjölskyldunni. Ekki síst Eddu. Hún elskar hana og ég held að Edda sé í smá uppáhaldi hjá Mrs. M. Við eigum eftir að sakna hennar svo mikið.
Stoltur pabbi.
Athöfnin var stórkostleg. Börnin gerðu allt eins og þau áttu að gera. Þau fóru með the pledge og sungu þjóðsönginn. Síðan var hver bekkur með eitt söngatriði. Okkur fannst Eddu bekkur vera með flottasta sönginn. Þau sungu uppáhaldslagið mitt þar sem fyrst erindið er:
Keep your hands to yourself
Use your words use your words
Keep them soft and kind so they never hurt
Svo voru nöfnin þeirra lesin upp og þau tóku við upprúllaðri pappírsörk og gengu yfir brúna í átt að fyrsta bekk.
Mrs. Mangelsdorf er í dýrlingatölu hjá fjölskyldunni. Ekki síst Eddu. Hún elskar hana og ég held að Edda sé í smá uppáhaldi hjá Mrs. M. Við eigum eftir að sakna hennar svo mikið.
Stoltur pabbi.
8.6.18
Hú ha
Ég er að jafna mig á að vera búin að vinna í bili og hef núna meiri tíma til að sinna heimilinu. Það er bæði gott og svolítið þunglyndislegt. Gott að fara með skíðafötin útí geymslu og gott að borða hollari mat. Svolítið erfitt að vera bara í barnastandi og að elda. Gott að hafa tíma til að spá hlutum. Núna er ég búin að vera að spá í litarefnum, rotvarnarefnum og ónáttúrulegum bragðefnum. Kemur í ljós að þessi efni eru hegðunaraskandi sérstaklega fyrir börn. Annað sem við erum að prófa er korn-laust mataræði. Það er spennandi nema ég er með smá fráhvarfseinkenni. Elska kökur.
Um síðustu helgi var allt á fullu hjá okkur. Við Edda fórum í garðvinnu og síðan fóru allir í gymmið og stelpurnar í sundkennslu. Þá var veisla í garðinum okkar með heilgrilluðum grís til styrktar briskrabbameins rannsóknum. Um kvöldið kom Aubrey og við fórum út að hitta Sigurdísi. Á sunnudeginum var fótbolti og síðan fórum við til Evanston í chai-boð og síðan út að borða. Ég elska að koma til Evanston, það er svo rólegt þar og mikil yfirvegun.
Um síðustu helgi var allt á fullu hjá okkur. Við Edda fórum í garðvinnu og síðan fóru allir í gymmið og stelpurnar í sundkennslu. Þá var veisla í garðinum okkar með heilgrilluðum grís til styrktar briskrabbameins rannsóknum. Um kvöldið kom Aubrey og við fórum út að hitta Sigurdísi. Á sunnudeginum var fótbolti og síðan fórum við til Evanston í chai-boð og síðan út að borða. Ég elska að koma til Evanston, það er svo rólegt þar og mikil yfirvegun.
1.6.18
I like this song
Við Ásta erum með kósí stund þar sem hún er í fanginu mínu og ég syng vögguvísur. Þegar ég syng bí bí og blaka þá horfir hún dreymin upp í loftið og segir I like this song. Síðan er ég með samviskubit yfir því að syngja alltaf bara þrjár stuttar vögguvísur meðan systur hennar fengu kannski 20 mínútur af rauli svo ég held áfram og syng Guttavísur og þá kannast mín ekkert við sig og segir What is this song? Litla skinnið.
Í gær lét ég barnfóstruna um að svæfa barnið og fór út að njóta hitans og hitti Óla og Cyrille á Big Star og Urban Belly. Yndislegt að fara út af heimilinu af og til. Við fórum nú aldeilis út af heimilinu um helgina og drukkum í okkur allskonar fróðleik um Abraham Lincoln og Mary Todd Lincoln. Sólveig var svo hrifin af þeim hjónum að hún spyr mig aftur og aftur hvort við getum farið aftur til Springfield. Við fórum með lest sem var geggjað. Skemmtilegt þversnið af þjóðfélaginu, allir að einbeita sér að því að slaka á og reyna að njóta þess að vera í lest. Á heimleiðinni seinkaði henni all verulega en allir voru svo duglegir í mindfulness og við hittum skáta sem skemmtu okkur með rubik cube leikfimi. Stelpurnar kynntust systrum með annan bakgrunn en þær og skemmtu sér konunglega að fíflast með þeim.
Í gær lét ég barnfóstruna um að svæfa barnið og fór út að njóta hitans og hitti Óla og Cyrille á Big Star og Urban Belly. Yndislegt að fara út af heimilinu af og til. Við fórum nú aldeilis út af heimilinu um helgina og drukkum í okkur allskonar fróðleik um Abraham Lincoln og Mary Todd Lincoln. Sólveig var svo hrifin af þeim hjónum að hún spyr mig aftur og aftur hvort við getum farið aftur til Springfield. Við fórum með lest sem var geggjað. Skemmtilegt þversnið af þjóðfélaginu, allir að einbeita sér að því að slaka á og reyna að njóta þess að vera í lest. Á heimleiðinni seinkaði henni all verulega en allir voru svo duglegir í mindfulness og við hittum skáta sem skemmtu okkur með rubik cube leikfimi. Stelpurnar kynntust systrum með annan bakgrunn en þær og skemmtu sér konunglega að fíflast með þeim.