17.6.18

Fathers day

Er í dag og héldum við hann hátíðlegan með meiru.  Pabbinn var hlaðinn gjöfum frá leikskólabörnunum.  Edda var búin að skipuleggja að hann fengi egg og beikon í morgunmat en mamman klikkaði alveg á að kaupa beikon svo hann fékk egg og brokkolí sem hann var hæstánægður með.  Börnin aðeins minna.



Það var hrikalega heitt í dag svo við drifum okkur í sund en laugin er hérna í götunni okkar.  Það er enginn smá lúxus og við nutum þess að kæla okkur.  Gærdagurinn byrjaði náttúrulega, jah reyndar á pönnukökum en síðan kl. 8 byrjaði leikurinn og við íslendingarnir stóðum límd við skjáinn.  Þetta var náttúrulega bara stórkostlegt en síðan fannst okkur líka skemmtilegt þegar lýsandinn sagði í lokin að Íslendingar hefðu unnið 1-1.  Síðan var uppskeruhátíð hjá dansskólanum sem stelpurnar eru í.  Megan og Gail komu með okkur og þetta var geggjuð sýning.  Við vorum öll svo imponeruð yfir því hvað allir stóðu sig vel, hvað þetta var vel skipulagt og flott.  Yfir 100 stelpur á bilinu þriggja til átján og svona 7 strákar.  Stelpurnar okkar stóðu sig báðar með mikilli prýði.  Þær kunnu sporin nokkuð vel og voru ekki með neinn sviðsskrekk.  Eftir fengu þær blóm og við öll ís á jeni´s.  Um kvöldið fórum við síðan í útskriftarveislu hjá Aubrey og þar voru engin minni flottheit.  Verðlaunagripirnir fylltu heilan skáp.  Við eigum eftir að sakna barnfóstrunnar okkar svo mikið. 



Ein upprennandi ballerína.

Comments:
Yndislegt:)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?