1.6.18
I like this song
Við Ásta erum með kósí stund þar sem hún er í fanginu mínu og ég syng vögguvísur. Þegar ég syng bí bí og blaka þá horfir hún dreymin upp í loftið og segir I like this song. Síðan er ég með samviskubit yfir því að syngja alltaf bara þrjár stuttar vögguvísur meðan systur hennar fengu kannski 20 mínútur af rauli svo ég held áfram og syng Guttavísur og þá kannast mín ekkert við sig og segir What is this song? Litla skinnið.
Í gær lét ég barnfóstruna um að svæfa barnið og fór út að njóta hitans og hitti Óla og Cyrille á Big Star og Urban Belly. Yndislegt að fara út af heimilinu af og til. Við fórum nú aldeilis út af heimilinu um helgina og drukkum í okkur allskonar fróðleik um Abraham Lincoln og Mary Todd Lincoln. Sólveig var svo hrifin af þeim hjónum að hún spyr mig aftur og aftur hvort við getum farið aftur til Springfield. Við fórum með lest sem var geggjað. Skemmtilegt þversnið af þjóðfélaginu, allir að einbeita sér að því að slaka á og reyna að njóta þess að vera í lest. Á heimleiðinni seinkaði henni all verulega en allir voru svo duglegir í mindfulness og við hittum skáta sem skemmtu okkur með rubik cube leikfimi. Stelpurnar kynntust systrum með annan bakgrunn en þær og skemmtu sér konunglega að fíflast með þeim.
Í gær lét ég barnfóstruna um að svæfa barnið og fór út að njóta hitans og hitti Óla og Cyrille á Big Star og Urban Belly. Yndislegt að fara út af heimilinu af og til. Við fórum nú aldeilis út af heimilinu um helgina og drukkum í okkur allskonar fróðleik um Abraham Lincoln og Mary Todd Lincoln. Sólveig var svo hrifin af þeim hjónum að hún spyr mig aftur og aftur hvort við getum farið aftur til Springfield. Við fórum með lest sem var geggjað. Skemmtilegt þversnið af þjóðfélaginu, allir að einbeita sér að því að slaka á og reyna að njóta þess að vera í lest. Á heimleiðinni seinkaði henni all verulega en allir voru svo duglegir í mindfulness og við hittum skáta sem skemmtu okkur með rubik cube leikfimi. Stelpurnar kynntust systrum með annan bakgrunn en þær og skemmtu sér konunglega að fíflast með þeim.