8.6.18

Hú ha

Ég er að jafna mig á að vera búin að vinna í bili og hef núna meiri tíma til að sinna heimilinu.  Það er bæði gott og svolítið þunglyndislegt.  Gott að fara með skíðafötin útí geymslu og gott að borða hollari mat.  Svolítið erfitt að vera bara í barnastandi og að elda.  Gott að hafa tíma til að spá hlutum.  Núna er ég búin að vera að spá í litarefnum, rotvarnarefnum og ónáttúrulegum bragðefnum.  Kemur í ljós að þessi efni eru hegðunaraskandi sérstaklega fyrir börn.  Annað sem við erum að prófa er korn-laust mataræði.  Það er spennandi nema ég er með smá fráhvarfseinkenni.  Elska kökur.



Um síðustu helgi var allt á fullu hjá okkur.  Við Edda fórum í garðvinnu og síðan fóru allir í gymmið og stelpurnar í sundkennslu.  Þá var veisla í garðinum okkar með heilgrilluðum grís til styrktar briskrabbameins rannsóknum.  Um kvöldið kom Aubrey og við fórum út að hitta Sigurdísi.  Á sunnudeginum var fótbolti og síðan fórum við til Evanston í chai-boð og síðan út að borða.  Ég elska að koma til Evanston, það er svo rólegt þar og mikil yfirvegun.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?