15.6.18
Frumburðurinn útskrifaður
Úr kindergarten. Elsku litla stýrið mitt. Hún er orðin fluglæs, leggur saman og dregur frá. Skrifar allt mögulegt og til að undirstrika að hún er Amerísk skrifar hún bílinn með tvemur e-um. Síðan er hún búin að læra svo mikið um hvernig hún getur tekist á við heiminn. Ef Sólveig er í vandræðum með tilfinningarnar sínar, sem hún er á hverjum degi, stingur Edda upp á því að hún noti belly-breathing.
Athöfnin var stórkostleg. Börnin gerðu allt eins og þau áttu að gera. Þau fóru með the pledge og sungu þjóðsönginn. Síðan var hver bekkur með eitt söngatriði. Okkur fannst Eddu bekkur vera með flottasta sönginn. Þau sungu uppáhaldslagið mitt þar sem fyrst erindið er:
Keep your hands to yourself
Use your words use your words
Keep them soft and kind so they never hurt
Svo voru nöfnin þeirra lesin upp og þau tóku við upprúllaðri pappírsörk og gengu yfir brúna í átt að fyrsta bekk.
Mrs. Mangelsdorf er í dýrlingatölu hjá fjölskyldunni. Ekki síst Eddu. Hún elskar hana og ég held að Edda sé í smá uppáhaldi hjá Mrs. M. Við eigum eftir að sakna hennar svo mikið.
Stoltur pabbi.
Athöfnin var stórkostleg. Börnin gerðu allt eins og þau áttu að gera. Þau fóru með the pledge og sungu þjóðsönginn. Síðan var hver bekkur með eitt söngatriði. Okkur fannst Eddu bekkur vera með flottasta sönginn. Þau sungu uppáhaldslagið mitt þar sem fyrst erindið er:
Keep your hands to yourself
Use your words use your words
Keep them soft and kind so they never hurt
Svo voru nöfnin þeirra lesin upp og þau tóku við upprúllaðri pappírsörk og gengu yfir brúna í átt að fyrsta bekk.
Mrs. Mangelsdorf er í dýrlingatölu hjá fjölskyldunni. Ekki síst Eddu. Hún elskar hana og ég held að Edda sé í smá uppáhaldi hjá Mrs. M. Við eigum eftir að sakna hennar svo mikið.
Stoltur pabbi.