23.5.18

Memorial Day Weekend

Er um næstu helgi og við ætlum að taka the Lincoln Service til Springfield IL sem er einmitt höfuðborg Illinois.  Og bústaður Abe Lincoln áður en hann varð forseti.  Við ætlum að skoða það og sennilega Illinois State Museum.  Ég held maður geti líka skoðað gamla þinghúsið.  Þetta verður allsherjar menningar ferð. 

Nú er allt á fullu í svona end of year prógrömmum.  Edda útskrifast (!) úr kindergarten eftir nokkrar vikur.  Það er mikill áfangi og hún fær gula skikkju og húfu.  Síðan er hún með Alice in Wonderland leiksýningu þar sem hún og stöllur hennar eru leikarar og handritshöfundar.  Á svipuðum tíma er danssýning og í gær var myndataka fyrir hana.



Mjög spennandi allt saman.  Sólveig verður líka með danssýningu.  Hennar myndataka er á morgun.  En nú er maðurinn minn kominn heim og ég þarf að gefa honum að borða.

19.5.18

Tolkien æði

Þetta byrjaði í vetur þegar ég var að byrja í vinnunni og átti samt enn þrjú börn og allt því sem þeim fylgir.  Var of uppgefin til að lesa eitthvað og fór að lesa fellowship.  Ég gæti trúað því að fantasía sem uppáhalds hjá mér.  Elska að komast í annan heim þar vandamálin eru af öðrum toga en það sem ég þarf að díla við heima hjá mér.  Ásta er nokkuð skapstórt barn og hún á það til að þrífa diskinn sinn og þeyta honum út á mitt stofugólf.  Kannski vildi hún setja baunirnar sjálf á diskinn.  Í kvöld tók hún lúku af matnum sínum og gaf fiskunum.

Óli og Edda eru í útilegu í Devils lake með félögum okkar.  Við stelpurnar höfum það frekar gott heima þó Sólveig hafi verið svolítið svekkt að fá ekki að fara með.  Hún fór í fyrsta sund tímann sinn og stóð sig eins og hetja.  Ég fór að lyfta og Ásta var í barnaklúbbnum.  Við fórum í strætó sem er alltaf svolítið sport.  Síðan vorum við allar of þreyttar til að fara útá róló og dunduðum okkur heima og í garðinum þangað til liðið var drifið í rúmið klukkan sjö og allir sofnaðir hálf átta.  Það er eitthvað sem gerist næstum því aldrei en er náttúrulega draumaástand.



11.5.18

I want fara skólann

Segir Ásta eftir 3 daga fríi úr skólanum vegna veikinda.  Hún sagði þetta aftur og aftur þangað til hún komst í skólann og fór strax að spá í vinum sínum, að breiða yfir þau teppi og gera allt sem á að gera þegar mannskapurinn er að fara að lúra.



Það eru aftur komnar 7 gráður hjá okkur en það er bara kærkomið.  Það er ekki laust fyrir að ég kvíði aðeins fyrir sumrinu með 40 gráður plús dag eftir dag.  Úff.  En góðu fréttirnar eru að tönnin datt.  Edda bað mig reyndar að toga hana upp sem gekk svaka vel.  Tannálfurinn kom og gaf dömunni $5.  Núna vantar hana bara sparigrís.






6.5.18

Vor

Loksins virðist vorið vera komið til okkar.  Þessi apríl var kaldasti apríl í 137 ár.  Okkur finnst veðrið á Íslandi vera öfgafullt en það er það líka hér í Chicago.  Það getur munað 20 gráðum milli daga.  Einn daginn eru 7 gráður og næsta 27.  Edda er ánægð með veðrið.  Loksins fékk hún ósk sína uppfyllta.  Núna er hún að missa fyrstu tönnina.  Hún er alveg laf laus.  Ljósið er ekki lítið ánægt með þetta.  Það var mothers day hátíð í dag í skólanum hjá Sólveigu og Ástu.  Sólveig stóð sig svaka vel, var með línur í leikritinu, söng eins og engill og dansaði af mikilli list.  Ástu deild var með prívat sjóv þar sem við sungum allskonar lög um mommies og love.  Það var agalega dúllulegt.  Vinkona Ástu heitir Lucy og þær voru svo sætar.  Nú er Ásta hætt að segja pissa en segir ég er hissa þegar hún þarf að pissa.

Það var geggjað indælt hjá okkur á föstudaginn.  Þá sótti ég fyrst Eddu og við komum aðeins heim og höfðum það náðugt í svona klukkutíma.  Síðan fórum við að sækja stelpurnar og í staðin fyrir að fara aftur heim fórum við á Small Cheval.  Hittum Óla þar og sátum í sólinni að borða hamborgara og franskar.  Ekki það hollasta kannski en fullorðna fólkið fær bjór með og þetta er algjör himnasæla.






Við fórum þangað einmitt síðast í september og það er ekkert smá sem börnin afa stækkað mikið og þroskast. 



This page is powered by Blogger. Isn't yours?