3.9.17

Röð og regla

Eftir kaotíska fimm mánuði er komin röð og regla á þessa fjölskyldu.  Börnin eru fegnust öllum en ég kem fast á eftir.  Lykillinn er plan.  Núna erum við með sex skrefa plan um hvað á að gerast á kvöldin sem stelpurnar sömdu sjálfar.  1. Náttföt 2. Bursta tennur 3. Pissa 4. Velja bók og lesa 5. kyssa góða nótt og 6. Fara að sofa með undirspil.  Þetta er svo mikil snilld því í staðin fyrir að ég sé að suða í þeim að fara í náttföt etc. þá segi ég bara: Nú er kominn tími til að kíkja á listann.  Þá bruna þær af stað og aha!  Náttföt.  Skella sér í náttföt og síðan gengur þetta bara koll af kolli.  Kl. 7 byrjum við að lesa í svona hálf tíma eða 40 mínútur og þá leggjast þær á koddana og sofnaðar kl. 8.  Mér líður eins og himnarnir hafi opnast.

Ég er loksins búin að fá mér hjól síðan ég seldi mitt þegar ég flutti síðast frá Chicago.  Forkunnarfákur með tvö sæti framaná fyrir lillurnar.  Edda hjólar eins og herforingi.  No more training wheels.  Hún er ekkert smá ánægð með það.  Öllum finnst þetta æðislegt því nú komumst við á rólóa sem eru langt í burtu, ísbúðir og hamborgarastaði.  Njótum hverrar mínútu áður en skólinn byrjar.  Ég tel þessar mínútur reyndar líka niður.  Í dag fórum við í afmæli til Abigail Emilyar dóttur og hittum Nanxi og Bo og Ethan.  Það var æðislega gaman.  Þetta var svona piknic in the park afmæli með 27 stiga hita og leikjum og allaskonar dóta læknir.  Systrunum fannst þetta ekki lítið flott.









Comments:
Dásamlegt:)
 
Já þetta er bara dásamlegt! maður fer langt á góðu skipulagi!!

 
Yndislegt að heyra og til hamingju með þetta fína skipulag. Gerir lífið svo miklu auðveldara ;-)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?