23.5.18

Memorial Day Weekend

Er um næstu helgi og við ætlum að taka the Lincoln Service til Springfield IL sem er einmitt höfuðborg Illinois.  Og bústaður Abe Lincoln áður en hann varð forseti.  Við ætlum að skoða það og sennilega Illinois State Museum.  Ég held maður geti líka skoðað gamla þinghúsið.  Þetta verður allsherjar menningar ferð. 

Nú er allt á fullu í svona end of year prógrömmum.  Edda útskrifast (!) úr kindergarten eftir nokkrar vikur.  Það er mikill áfangi og hún fær gula skikkju og húfu.  Síðan er hún með Alice in Wonderland leiksýningu þar sem hún og stöllur hennar eru leikarar og handritshöfundar.  Á svipuðum tíma er danssýning og í gær var myndataka fyrir hana.



Mjög spennandi allt saman.  Sólveig verður líka með danssýningu.  Hennar myndataka er á morgun.  En nú er maðurinn minn kominn heim og ég þarf að gefa honum að borða.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?