6.5.18
Vor
Loksins virðist vorið vera komið til okkar. Þessi apríl var kaldasti apríl í 137 ár. Okkur finnst veðrið á Íslandi vera öfgafullt en það er það líka hér í Chicago. Það getur munað 20 gráðum milli daga. Einn daginn eru 7 gráður og næsta 27. Edda er ánægð með veðrið. Loksins fékk hún ósk sína uppfyllta. Núna er hún að missa fyrstu tönnina. Hún er alveg laf laus. Ljósið er ekki lítið ánægt með þetta. Það var mothers day hátíð í dag í skólanum hjá Sólveigu og Ástu. Sólveig stóð sig svaka vel, var með línur í leikritinu, söng eins og engill og dansaði af mikilli list. Ástu deild var með prívat sjóv þar sem við sungum allskonar lög um mommies og love. Það var agalega dúllulegt. Vinkona Ástu heitir Lucy og þær voru svo sætar. Nú er Ásta hætt að segja pissa en segir ég er hissa þegar hún þarf að pissa.
Það var geggjað indælt hjá okkur á föstudaginn. Þá sótti ég fyrst Eddu og við komum aðeins heim og höfðum það náðugt í svona klukkutíma. Síðan fórum við að sækja stelpurnar og í staðin fyrir að fara aftur heim fórum við á Small Cheval. Hittum Óla þar og sátum í sólinni að borða hamborgara og franskar. Ekki það hollasta kannski en fullorðna fólkið fær bjór með og þetta er algjör himnasæla.
Við fórum þangað einmitt síðast í september og það er ekkert smá sem börnin afa stækkað mikið og þroskast.
Það var geggjað indælt hjá okkur á föstudaginn. Þá sótti ég fyrst Eddu og við komum aðeins heim og höfðum það náðugt í svona klukkutíma. Síðan fórum við að sækja stelpurnar og í staðin fyrir að fara aftur heim fórum við á Small Cheval. Hittum Óla þar og sátum í sólinni að borða hamborgara og franskar. Ekki það hollasta kannski en fullorðna fólkið fær bjór með og þetta er algjör himnasæla.
Við fórum þangað einmitt síðast í september og það er ekkert smá sem börnin afa stækkað mikið og þroskast.
Comments:
<< Home
Yndislegt að heyra, samgleðst ykkur öllum með vorið :-) Edda er svo fullorðins á þessari mynd að það er alveg ótrúlegt! Gaman að fá að fylgjast með ykkur; hlakka til að knúsa ykkur í næstu heimsókn!
Skrifa ummæli
<< Home