19.5.18
Tolkien æði
Þetta byrjaði í vetur þegar ég var að byrja í vinnunni og átti samt enn þrjú börn og allt því sem þeim fylgir. Var of uppgefin til að lesa eitthvað og fór að lesa fellowship. Ég gæti trúað því að fantasía sem uppáhalds hjá mér. Elska að komast í annan heim þar vandamálin eru af öðrum toga en það sem ég þarf að díla við heima hjá mér. Ásta er nokkuð skapstórt barn og hún á það til að þrífa diskinn sinn og þeyta honum út á mitt stofugólf. Kannski vildi hún setja baunirnar sjálf á diskinn. Í kvöld tók hún lúku af matnum sínum og gaf fiskunum.
Óli og Edda eru í útilegu í Devils lake með félögum okkar. Við stelpurnar höfum það frekar gott heima þó Sólveig hafi verið svolítið svekkt að fá ekki að fara með. Hún fór í fyrsta sund tímann sinn og stóð sig eins og hetja. Ég fór að lyfta og Ásta var í barnaklúbbnum. Við fórum í strætó sem er alltaf svolítið sport. Síðan vorum við allar of þreyttar til að fara útá róló og dunduðum okkur heima og í garðinum þangað til liðið var drifið í rúmið klukkan sjö og allir sofnaðir hálf átta. Það er eitthvað sem gerist næstum því aldrei en er náttúrulega draumaástand.
Óli og Edda eru í útilegu í Devils lake með félögum okkar. Við stelpurnar höfum það frekar gott heima þó Sólveig hafi verið svolítið svekkt að fá ekki að fara með. Hún fór í fyrsta sund tímann sinn og stóð sig eins og hetja. Ég fór að lyfta og Ásta var í barnaklúbbnum. Við fórum í strætó sem er alltaf svolítið sport. Síðan vorum við allar of þreyttar til að fara útá róló og dunduðum okkur heima og í garðinum þangað til liðið var drifið í rúmið klukkan sjö og allir sofnaðir hálf átta. Það er eitthvað sem gerist næstum því aldrei en er náttúrulega draumaástand.