30.12.17
Gleðileg jól!!
Einhvernvegin hafði ég enga orku til að gera jólakort þetta árið. 10 ára hefð bara út um þúfur. Í staðin smelli ég inn einni jólamynd hérna og óska ykkur hérmeð Gleðilegra jóla og farsældir á nýju ári.
Við höfum það frekar gott hérna um jólin í faðmi fjölskyldunnar og látum borgina dekra við okkur. Í dag fór Ásta í heimsókn til barnfóstrunnar sinnar og við hin fórum í Kóreskt baðhús. Það var svaka skemmtilegt og mikil upplifun. Allskonar pottar og gufur, við Edda fórum í súrefnisherbergið og önduðum að okkur súrefnisríku lofti. Einn dag fórum við á náttúruminjasafnið og skoðuðum uppruna jarðarinnar og hvernig plöntur nýtast í allskonar hluti. Í gær fórum við Silla með stelpurnar í bíó að sjá Coco. Hún er mjög falleg mynd en stelpurnar voru vel smeykar og framarlega í myndinni stóð Edda ákveðin upp og sagði hátt og skýrt að hún vildi bara fara. Eins og skot. Á morgun er pælingin að fara á skauta. Inni. Við erum ekki svaka dugleg að fara út í 18 stiga frosti.
Við höfum það frekar gott hérna um jólin í faðmi fjölskyldunnar og látum borgina dekra við okkur. Í dag fór Ásta í heimsókn til barnfóstrunnar sinnar og við hin fórum í Kóreskt baðhús. Það var svaka skemmtilegt og mikil upplifun. Allskonar pottar og gufur, við Edda fórum í súrefnisherbergið og önduðum að okkur súrefnisríku lofti. Einn dag fórum við á náttúruminjasafnið og skoðuðum uppruna jarðarinnar og hvernig plöntur nýtast í allskonar hluti. Í gær fórum við Silla með stelpurnar í bíó að sjá Coco. Hún er mjög falleg mynd en stelpurnar voru vel smeykar og framarlega í myndinni stóð Edda ákveðin upp og sagði hátt og skýrt að hún vildi bara fara. Eins og skot. Á morgun er pælingin að fara á skauta. Inni. Við erum ekki svaka dugleg að fara út í 18 stiga frosti.
15.12.17
Lengi lifi jólasveinarnir
Við elskum jólasveinana. Stelpurnar eru svo mikið að pæla í þeim, ég er í kasti inní mér allan daginn. Sólveig treystir þeim ekki alveg og spyr mig í þaula til að fá það alveg á hreint að þeir komi ekki spígsporandi inn í herbergið hennar. Síðan finnst henni þessi kíkir sem þeir nota til að sjá inn í húsið ekki alveg sannfærandi. Endaði með því að Edda útskýrði fyrir henni að hann væri sennilega með einhverskonar heilaskanna til að sjá hvort börnin væru í alvöru sofandi og hvað hvert barn héti. Sólveig fékk ekkert í skóinn frá Giljagaur meðan hinar fengu snjókarla og hreindýra sokka. Greyið grét sáran í hálftíma. Málið er að hún lúrar þrisvar í viku, í leikskólanum, og þá er hún bara ekki tilbúin að sofna klukkan átta. í kvöld hinsvegar var viljinn til að fá eitthvað í skóinn sterkari og barnið bara sofnað rétt rúmlega átta. Allt þetta stand fer alveg fram hjá Ástu Guðrúnu þó svo hún sé alltaf mjög dugleg að fara að sofa og fær litlar gjafir í skóinn.
11.12.17
Jólaglögg
Við hjónin höldum jólaglöggs teiti svona á fjögura ára fresti og lukkaðist það ljómandi vel. Ég hafði farið á flóamarkað og fundið allskonar fínt postulín, gullmálað eða með japönskum litlum blómum á og mér fannst skemmtilegt að bjóða fólki upp á svona fínt leirtau.
Við fórum á skauta í fyrsta sinn um síðustu helgi og Eddu fannst það geggjað. Hún ákvað strax að laugardagar yrðu dagarnir sem við færum á skauta. Það varð úr að við fórum á sunnudegi þessa helgina. Í Maggie Daley park. Þar er engu til sparað og skautasvellið er mjög flott, það er svona borði eða stígur sem hlykkjast um garðinn, sumstaðar hallar upp eða niður. Þeim fannst þetta alveg geggjað og þegar Óli var orðinn þreyttur á að vera með Sólveigu milli lappanna og hún átti að sitja með okkur Ástu fyrir utan þá þá bara spratt hún upp aftur og fór sjálf hangandi í handriðinu litla stýrið.
"Ég er að skauta by myself!" Við biðum í röð í 2 og hálfan tíma til að fá leigða skauta, þetta er svo vinsælt. Allir voru bara spakir en við byrjuðum ekki að skauta fyrr en kl. 6 og svo um 7 leytið fengum við okkur pylsu og kakó í kvöldmat. Edda sagði að þetta væri algjör lúxus dagur: Ekki nóg með að við fengum kökur í morgunmat og fórum á skauta, þá værum við að fara að borða úti - undir berum himni. Það fannst henni stórkostlegt. Í núll gráðum. Það er næst á dagskrá hjá okkur að kaupa skauta.
Við fórum á skauta í fyrsta sinn um síðustu helgi og Eddu fannst það geggjað. Hún ákvað strax að laugardagar yrðu dagarnir sem við færum á skauta. Það varð úr að við fórum á sunnudegi þessa helgina. Í Maggie Daley park. Þar er engu til sparað og skautasvellið er mjög flott, það er svona borði eða stígur sem hlykkjast um garðinn, sumstaðar hallar upp eða niður. Þeim fannst þetta alveg geggjað og þegar Óli var orðinn þreyttur á að vera með Sólveigu milli lappanna og hún átti að sitja með okkur Ástu fyrir utan þá þá bara spratt hún upp aftur og fór sjálf hangandi í handriðinu litla stýrið.
"Ég er að skauta by myself!" Við biðum í röð í 2 og hálfan tíma til að fá leigða skauta, þetta er svo vinsælt. Allir voru bara spakir en við byrjuðum ekki að skauta fyrr en kl. 6 og svo um 7 leytið fengum við okkur pylsu og kakó í kvöldmat. Edda sagði að þetta væri algjör lúxus dagur: Ekki nóg með að við fengum kökur í morgunmat og fórum á skauta, þá værum við að fara að borða úti - undir berum himni. Það fannst henni stórkostlegt. Í núll gráðum. Það er næst á dagskrá hjá okkur að kaupa skauta.
2.12.17
Já já, og svo desember
Mikið flýgur tíminn áfram. Allskonar jólaskraut komið upp hjá okkur. Ég er komin með vinnu. Byrja í næsta mánuði. Ég er að fara að kenna námskeið um hlýnun jarðar í skóla hérna í bænum. Ég er svo spennt fyrir því ég er að springa. Ásta er komin með fulla dagskrá í leikskólanum sínum. Og það er sko gott. Ekki nóg með að þetta barn er algjör orkubolti, þá er hún með svo miklar meiningar. Til dæmis þolir hún ekki að láta koma fram við sig eins og smábarn. Ef ég rétti henni hnetur í skál, á hún það til að verða alveg hoppandi og slá í skálina þannig að hneturnar dreifast um allt. Svo sópa ég þeim aftur í skálina og set hana upp á borð. Þá teygir hún sig í skálina og ég kannski rétti henni hana, en nei. Það var ekki málið. Hún ætlaði að ná í hana sjálf. Org og læti.
Í dag fórum við á skauta og ég hafði nú ekki hugsað mér að Ásta myndi fara á skauta þó hún kæmi með. Nema hvað, síðan er ég bara komin út á svell með Eddu og Ástu sem eru báðar að fara á skauta í fyrsta skipti og eru náttúrulega eins og, hvað segir maður, sprelligosar, hangandi í mér og Edda togaði mig nærri úr buxunum. Með naumindum náði ég að rétta Óla barnið og hann var með hana meðan við Edda og Sólveig skautuðum hvern hringinn á fætur öðrum. Átti ekki sjö dagana sæla grey pabbinn. Sérstaklega meðan hann klæddi hana úr skautunum og Sólveigu í þá. Síðan reyndi hann að klæða Ástu í Sólveigar skó en það var víst hámark niðurlægingarinnar.
Við vorum með hefðbundna en stórkostlega thanksgiving veislu. Frakkarnir sáu um fuglinn og settu trufflu í stuffingið. Í meðlæti voru sætar kartöflur, rósakál, baunir, trönuberjasulta, bollur og sósa. Pumpkin pie í eftirrétt. 2002 Bordaux. Allir svaka þakklátir fyrir vini og vandamenn, heilsu og hreysti, það sem eftir er af náttúrunni.
Síðan fóru stóru stelpurnar á barnasafnið og urðu að fiðrildum.
Hérna er gengið í fótbolta
Og hérna erum við að baka pizzu
Í dag fórum við á skauta og ég hafði nú ekki hugsað mér að Ásta myndi fara á skauta þó hún kæmi með. Nema hvað, síðan er ég bara komin út á svell með Eddu og Ástu sem eru báðar að fara á skauta í fyrsta skipti og eru náttúrulega eins og, hvað segir maður, sprelligosar, hangandi í mér og Edda togaði mig nærri úr buxunum. Með naumindum náði ég að rétta Óla barnið og hann var með hana meðan við Edda og Sólveig skautuðum hvern hringinn á fætur öðrum. Átti ekki sjö dagana sæla grey pabbinn. Sérstaklega meðan hann klæddi hana úr skautunum og Sólveigu í þá. Síðan reyndi hann að klæða Ástu í Sólveigar skó en það var víst hámark niðurlægingarinnar.
Við vorum með hefðbundna en stórkostlega thanksgiving veislu. Frakkarnir sáu um fuglinn og settu trufflu í stuffingið. Í meðlæti voru sætar kartöflur, rósakál, baunir, trönuberjasulta, bollur og sósa. Pumpkin pie í eftirrétt. 2002 Bordaux. Allir svaka þakklátir fyrir vini og vandamenn, heilsu og hreysti, það sem eftir er af náttúrunni.
Síðan fóru stóru stelpurnar á barnasafnið og urðu að fiðrildum.
Hérna er gengið í fótbolta
Og hérna erum við að baka pizzu