30.12.17

Gleðileg jól!!

Einhvernvegin hafði ég enga orku til að gera jólakort þetta árið.  10 ára hefð bara út um þúfur.  Í staðin smelli ég inn einni jólamynd hérna og óska ykkur hérmeð Gleðilegra jóla og farsældir á nýju ári.





Við höfum það frekar gott hérna um jólin í faðmi fjölskyldunnar og látum borgina dekra við okkur.  Í dag fór Ásta í heimsókn til barnfóstrunnar sinnar og við hin fórum í Kóreskt baðhús.  Það var svaka skemmtilegt og mikil upplifun.  Allskonar pottar og gufur, við Edda fórum í súrefnisherbergið og önduðum að okkur súrefnisríku lofti.  Einn dag fórum við á náttúruminjasafnið og skoðuðum uppruna jarðarinnar og hvernig plöntur nýtast í allskonar hluti.  Í gær fórum við Silla með stelpurnar í bíó að sjá Coco.  Hún er mjög falleg mynd en stelpurnar voru vel smeykar og framarlega í myndinni stóð Edda ákveðin upp og sagði hátt og skýrt að hún vildi bara fara.  Eins og skot.  Á morgun er pælingin að fara á skauta.  Inni.  Við erum ekki svaka dugleg að fara út í 18 stiga frosti.

Comments:
Gleðileg jól Tinna mín:) eða frekar, gleðilegt nýtt ár:)
 
Djók, þetta er sko ég Svava en einhvern veginn er ég inni á gmailnum hans Stefáns míns (9 ára) hence the profile pic
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?