11.12.17
Jólaglögg
Við hjónin höldum jólaglöggs teiti svona á fjögura ára fresti og lukkaðist það ljómandi vel. Ég hafði farið á flóamarkað og fundið allskonar fínt postulín, gullmálað eða með japönskum litlum blómum á og mér fannst skemmtilegt að bjóða fólki upp á svona fínt leirtau.
Við fórum á skauta í fyrsta sinn um síðustu helgi og Eddu fannst það geggjað. Hún ákvað strax að laugardagar yrðu dagarnir sem við færum á skauta. Það varð úr að við fórum á sunnudegi þessa helgina. Í Maggie Daley park. Þar er engu til sparað og skautasvellið er mjög flott, það er svona borði eða stígur sem hlykkjast um garðinn, sumstaðar hallar upp eða niður. Þeim fannst þetta alveg geggjað og þegar Óli var orðinn þreyttur á að vera með Sólveigu milli lappanna og hún átti að sitja með okkur Ástu fyrir utan þá þá bara spratt hún upp aftur og fór sjálf hangandi í handriðinu litla stýrið.
"Ég er að skauta by myself!" Við biðum í röð í 2 og hálfan tíma til að fá leigða skauta, þetta er svo vinsælt. Allir voru bara spakir en við byrjuðum ekki að skauta fyrr en kl. 6 og svo um 7 leytið fengum við okkur pylsu og kakó í kvöldmat. Edda sagði að þetta væri algjör lúxus dagur: Ekki nóg með að við fengum kökur í morgunmat og fórum á skauta, þá værum við að fara að borða úti - undir berum himni. Það fannst henni stórkostlegt. Í núll gráðum. Það er næst á dagskrá hjá okkur að kaupa skauta.
Við fórum á skauta í fyrsta sinn um síðustu helgi og Eddu fannst það geggjað. Hún ákvað strax að laugardagar yrðu dagarnir sem við færum á skauta. Það varð úr að við fórum á sunnudegi þessa helgina. Í Maggie Daley park. Þar er engu til sparað og skautasvellið er mjög flott, það er svona borði eða stígur sem hlykkjast um garðinn, sumstaðar hallar upp eða niður. Þeim fannst þetta alveg geggjað og þegar Óli var orðinn þreyttur á að vera með Sólveigu milli lappanna og hún átti að sitja með okkur Ástu fyrir utan þá þá bara spratt hún upp aftur og fór sjálf hangandi í handriðinu litla stýrið.
"Ég er að skauta by myself!" Við biðum í röð í 2 og hálfan tíma til að fá leigða skauta, þetta er svo vinsælt. Allir voru bara spakir en við byrjuðum ekki að skauta fyrr en kl. 6 og svo um 7 leytið fengum við okkur pylsu og kakó í kvöldmat. Edda sagði að þetta væri algjör lúxus dagur: Ekki nóg með að við fengum kökur í morgunmat og fórum á skauta, þá værum við að fara að borða úti - undir berum himni. Það fannst henni stórkostlegt. Í núll gráðum. Það er næst á dagskrá hjá okkur að kaupa skauta.