15.12.17

Lengi lifi jólasveinarnir

Við elskum jólasveinana.  Stelpurnar eru svo mikið að pæla í þeim, ég er í kasti inní mér allan daginn.  Sólveig treystir þeim ekki alveg og spyr mig í þaula til að fá það alveg á hreint að þeir komi ekki spígsporandi inn í herbergið hennar.  Síðan finnst henni þessi kíkir sem þeir nota til að sjá inn í húsið ekki alveg sannfærandi.  Endaði með því að Edda útskýrði fyrir henni að hann væri sennilega með einhverskonar heilaskanna til að sjá hvort börnin væru í alvöru sofandi og hvað hvert barn héti.  Sólveig fékk ekkert í skóinn frá Giljagaur meðan hinar fengu snjókarla og hreindýra sokka.  Greyið grét sáran í hálftíma.  Málið er að hún lúrar þrisvar í viku, í leikskólanum, og þá er hún bara ekki tilbúin að sofna klukkan átta.  í kvöld hinsvegar var viljinn til að fá eitthvað í skóinn sterkari og barnið bara sofnað rétt rúmlega átta.  Allt þetta stand fer alveg fram hjá Ástu Guðrúnu þó svo hún sé alltaf mjög dugleg að fara að sofa og fær litlar gjafir í skóinn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?