26.9.17
Stúlka
Ég man ekki hvort ég var fjögurra eða fimm ára þegar ég fattaði að ég yrði aldrei strákur. Ég man þetta mjög skýrt. Ég var í bát á leikvellinum í hlutverkaleik og ég var pabbinn. Eða frændinn. Einhver karlmaður. Og þessi uppgötvun átti sér stað: ég er stelpa og það er ekki að fara að breytast. Ósanngirni og svekkelsi sauð í mér.
Sumarið sem ég varð 12 voru geirvörturnar mínar að byrja að standa út og mér var ljóst að þetta væri síðasta sumarið sem ég væri ber að ofan. Það var líka sárt. Það er fátt jafn yndislegt og að hlaupa um í sól og hita bara á stuttbuxunum. Ári seinna byrjaði ég á túr. Sársauki og subb. Blóð og sviti. Hnausþykk dömubindi í nærbuxunum. Ég trúði í alvörunni ekki mínu eigin kynferði. Hvers áttum við að gjalda?
Síðan var ég eitthvað í kringum þrítugt þegar ég henti álfabikarnum eftir 5 ára samlíf, vildi ekki nota tappa og þoldi ekki dömubindi. Ég vissi bara ekki hvað ég átti að gera og yfir mig skall enn ein alda örvæntingar yfir því að vera kven spendýr sem hefur á klæðum.
Og þá gerðist það. Ég uppgötvaði margnota tau dömubindi. Google svaraði kalli mínu um umhverfisvæna lausn á þessum vandræðum. Margnota tau dömubindi. Hvers vegna hafði mér ekki dottið þetta í hug? Á augnabliki var ég orðin eigandi tau dömubinda og þau voru á leiðinni í pósti. Ég gat ekki beðið eftir að byrja á túr. Og þegar það gerðist var það geggjað. Það er geggjað að geta farið á túr og vera með dömubindi en það er eins og maður sé bara í nærbuxunum sínum vegna þess að þetta dömubindi er úr bómull. Maður finnur ekki einu sinni fyrir því. Maður svitnar ekki undan því. Það er flott á litin eða með myndum af litlum sætum blómum. Það eru engin hormónaraskandi efni eða þungamálmar eða einhver lífræn eða ólífræn efni sem erta slímhúðina í kynfærunum manns. Í kjölfarið líður manni betur, fær minni túrverki, minni blæðingar, minni hormónasveiflur. Allt í einu er frábært að vera kona. Allt í einu leið mér ekki lengur eins og við konurnar hefðum dregið styttra stráið.
24.9.17
Eplatínsla í Wisconsin
Að tína epli á haustin er nú með því skemmtilegra sem maður gerir. Ha? Þetta er orðinn nokkuð árlegur viðburður hjá okkur en við fórum fyrst árið 2007. Það eru tíu ár síðan. Í dag var svaka hópferð en vegna veðurs (bilaðslega heitt) þá hittum við bara á Isabelle og Cyril. Það var stórkostlegt. Ástu fannst mjög spennandi að fá geitanammi í lófann en leist ekki mikið á að gefa geitunum nammið að borða. Hérna er geitapabbi að sleikja nammi úr lófanum hjá Uly.
Við vorum aðeins í seinni kantinum að tína epli. Sísonið byrjar 1. ágúst svo það voru aðallega epli svolítið hátt uppi. Stelpurnar settu það ekki fyrir sig og stóðu lengst uppi á grein og toguðu eplin niður en þau hanga alveg kirfilega við greinina.
Það er alveg biluð hitabylgja hérna 32-35 gráður upp á hvern dag. Það er ekki annað að gera en að njóta þess.
Þegar við vorum að fara, í þriðja skiptið, þá fara systurnar að syngja smá lag stúf eftir Danna Tígur: It's almost time to stop so choose one more thing to do. Einhvernvegin þá rímar þetta þegar hann syngur það. Og svo hlaupa þær inní maísstöngla völundarhúsið og ég á eftir og í hringi og fram og tilbaka. Ég er ekkert hrifin af svona völundarhúsum og ég var ekkert að komast að því núna. En ætli málið sé ekki bara að bíða rólegur fyrir utan því fyrr eða seinna poppa börnin út um útganginn.
Við vorum aðeins í seinni kantinum að tína epli. Sísonið byrjar 1. ágúst svo það voru aðallega epli svolítið hátt uppi. Stelpurnar settu það ekki fyrir sig og stóðu lengst uppi á grein og toguðu eplin niður en þau hanga alveg kirfilega við greinina.
Það er alveg biluð hitabylgja hérna 32-35 gráður upp á hvern dag. Það er ekki annað að gera en að njóta þess.
Þegar við vorum að fara, í þriðja skiptið, þá fara systurnar að syngja smá lag stúf eftir Danna Tígur: It's almost time to stop so choose one more thing to do. Einhvernvegin þá rímar þetta þegar hann syngur það. Og svo hlaupa þær inní maísstöngla völundarhúsið og ég á eftir og í hringi og fram og tilbaka. Ég er ekkert hrifin af svona völundarhúsum og ég var ekkert að komast að því núna. En ætli málið sé ekki bara að bíða rólegur fyrir utan því fyrr eða seinna poppa börnin út um útganginn.
17.9.17
Það er svo yndislegt að eiga börn en á sama tíma endalaust hektískt. Maður er allan daginn á fullu. Ef ekki að sinna þeim beint, þá að elda eða finna til snarl, þvo og sópa, ganga frá eða þurrka upp. Ljósmóðirin mín hún Georgía útskýrði fyrir mér að um leið og maður eignast barn þá gefur maður upp eignarétt líkama síns. Og þetta er alveg hárrétt. Fyrir utan alla brjóstagjöfina þá finnst börnunum mínum alveg sjálfsagt snerta brjóstin mín og strjúka þau. Hvenær sem er. Hvar sem er. Ásta heldur að maginn á mér sé trampólín. Ég fékk svona ó-nei móment þegar ég var að ganga frá eftir kvöldmatinn í gær og fattaði að héðan í frá.. og reyndar alveg langt inn í fortíðina, þá er þetta svona klukkutíma dæmi. Ganga frá matnum, taka af borðinu, raða inn í uppþvottavélina, þvo potta og pönnur, þurrka af borðum, sópa.
En, við Óli áttum ekkert smá góðan dag á föstudaginn. Ég sérstaklega. Ég fór í flot meðan Óli keypti í matinn. Klukkutími þar sem ég lá á floti í kolniða myrkri og algerri þögn. Alveg magnað. Líkami manns hættir að vera til og eina sem er eftir eru hugsanirnar og sjálfið. Nákvæm andstaða við lífið mitt þessa dagana. Síðan fórum við heim í geggjaðan hádegismat. Kartöflupúrrulaukssúpa sem ég hafði eldað fyrr í vikunni, vatnsmelónusalat með gráðosti og grænt te. Það er smá heilsuæði í gangi hérna. Ekkert sælgæti eða kökuneitt. En þetta var svo bilað góður matur. Síðan fórum við að lyfta á svaka harðjaxla stað, rockwell barbell. Það var æðislegt.
Þessi helgi var ljómandi góð en aðeins og heitt með 30 gráðum. Á morgun er mánudagur og það eru örugglega uppáhaldsdagarnir mínir. Öll börnin í skóla. Núna er ég bara að vona að Ásta verði ekki lasin á morgun. Hún er svo mikið að hósta.
Sólveig fór í danstíma í fyrsta skipti. Hún er búin að fylgja systur sinni í að verða 2 ár og loksins fékk hún að fara.
Ásta að borða ferskju.
En, við Óli áttum ekkert smá góðan dag á föstudaginn. Ég sérstaklega. Ég fór í flot meðan Óli keypti í matinn. Klukkutími þar sem ég lá á floti í kolniða myrkri og algerri þögn. Alveg magnað. Líkami manns hættir að vera til og eina sem er eftir eru hugsanirnar og sjálfið. Nákvæm andstaða við lífið mitt þessa dagana. Síðan fórum við heim í geggjaðan hádegismat. Kartöflupúrrulaukssúpa sem ég hafði eldað fyrr í vikunni, vatnsmelónusalat með gráðosti og grænt te. Það er smá heilsuæði í gangi hérna. Ekkert sælgæti eða kökuneitt. En þetta var svo bilað góður matur. Síðan fórum við að lyfta á svaka harðjaxla stað, rockwell barbell. Það var æðislegt.
Þessi helgi var ljómandi góð en aðeins og heitt með 30 gráðum. Á morgun er mánudagur og það eru örugglega uppáhaldsdagarnir mínir. Öll börnin í skóla. Núna er ég bara að vona að Ásta verði ekki lasin á morgun. Hún er svo mikið að hósta.
Sólveig fór í danstíma í fyrsta skipti. Hún er búin að fylgja systur sinni í að verða 2 ár og loksins fékk hún að fara.
Ásta að borða ferskju.
8.9.17
Kindergarten
Stóra barnið okkar er byrjað í kindergarten. Það er fimm ára bekkur. Hún er ekkert smá ánægð og sagði í gær að það væri alveg ótrúlegt hve mikið hún lærði í skólanum. Hola, me llama Edda lærði hún í gær. Síðan læra þau stafina, eru mikið að æfa sig að skrifa þá. Hún er búin að fara í leikfimi og tónmennt. Mæting korter í níu og búin korter í fjögur. Við erum öll svo lukkuleg. Lillurnar fara þrisvar í viku í sinn leikskóla og eru ívið lengur. Til svona fimm.
3.9.17
Röð og regla
Eftir kaotíska fimm mánuði er komin röð og regla á þessa fjölskyldu. Börnin eru fegnust öllum en ég kem fast á eftir. Lykillinn er plan. Núna erum við með sex skrefa plan um hvað á að gerast á kvöldin sem stelpurnar sömdu sjálfar. 1. Náttföt 2. Bursta tennur 3. Pissa 4. Velja bók og lesa 5. kyssa góða nótt og 6. Fara að sofa með undirspil. Þetta er svo mikil snilld því í staðin fyrir að ég sé að suða í þeim að fara í náttföt etc. þá segi ég bara: Nú er kominn tími til að kíkja á listann. Þá bruna þær af stað og aha! Náttföt. Skella sér í náttföt og síðan gengur þetta bara koll af kolli. Kl. 7 byrjum við að lesa í svona hálf tíma eða 40 mínútur og þá leggjast þær á koddana og sofnaðar kl. 8. Mér líður eins og himnarnir hafi opnast.
Ég er loksins búin að fá mér hjól síðan ég seldi mitt þegar ég flutti síðast frá Chicago. Forkunnarfákur með tvö sæti framaná fyrir lillurnar. Edda hjólar eins og herforingi. No more training wheels. Hún er ekkert smá ánægð með það. Öllum finnst þetta æðislegt því nú komumst við á rólóa sem eru langt í burtu, ísbúðir og hamborgarastaði. Njótum hverrar mínútu áður en skólinn byrjar. Ég tel þessar mínútur reyndar líka niður. Í dag fórum við í afmæli til Abigail Emilyar dóttur og hittum Nanxi og Bo og Ethan. Það var æðislega gaman. Þetta var svona piknic in the park afmæli með 27 stiga hita og leikjum og allaskonar dóta læknir. Systrunum fannst þetta ekki lítið flott.
Ég er loksins búin að fá mér hjól síðan ég seldi mitt þegar ég flutti síðast frá Chicago. Forkunnarfákur með tvö sæti framaná fyrir lillurnar. Edda hjólar eins og herforingi. No more training wheels. Hún er ekkert smá ánægð með það. Öllum finnst þetta æðislegt því nú komumst við á rólóa sem eru langt í burtu, ísbúðir og hamborgarastaði. Njótum hverrar mínútu áður en skólinn byrjar. Ég tel þessar mínútur reyndar líka niður. Í dag fórum við í afmæli til Abigail Emilyar dóttur og hittum Nanxi og Bo og Ethan. Það var æðislega gaman. Þetta var svona piknic in the park afmæli með 27 stiga hita og leikjum og allaskonar dóta læknir. Systrunum fannst þetta ekki lítið flott.