24.9.17

Eplatínsla í Wisconsin

Að tína epli á haustin er nú með því skemmtilegra sem maður gerir.  Ha?  Þetta er orðinn nokkuð árlegur viðburður hjá okkur en við fórum fyrst árið 2007.  Það eru tíu ár síðan.  Í dag var svaka hópferð en vegna veðurs (bilaðslega heitt) þá hittum við bara á Isabelle og Cyril.  Það var stórkostlegt.  Ástu fannst mjög spennandi að fá geitanammi í lófann en leist ekki mikið á að gefa geitunum nammið að borða.  Hérna er geitapabbi að sleikja nammi úr lófanum hjá Uly.




Við vorum aðeins í seinni kantinum að tína epli.  Sísonið byrjar 1. ágúst svo það voru aðallega epli svolítið hátt uppi.  Stelpurnar settu það ekki fyrir sig og stóðu lengst uppi á grein og toguðu eplin niður en þau hanga alveg kirfilega við greinina.



Það er alveg biluð hitabylgja hérna 32-35 gráður upp á hvern dag.  Það er ekki annað að gera en að njóta þess.



Þegar við vorum að fara, í þriðja skiptið, þá fara systurnar að syngja smá lag stúf eftir Danna Tígur: It's almost time to stop so choose one more thing to do.  Einhvernvegin þá rímar þetta þegar hann syngur það.  Og svo hlaupa þær inní maísstöngla völundarhúsið og ég á eftir og í hringi og fram og tilbaka.  Ég er ekkert hrifin af svona völundarhúsum og ég var ekkert að komast að því núna.  En ætli málið sé ekki bara að bíða rólegur fyrir utan því fyrr eða seinna poppa börnin út um útganginn.



Comments:
Fallegt líf og falleg börn. Svona nýtur maður lífsins.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?