29.11.11

Update

Hitastigið fór upp í 21 gráðu í gær sem þýðir að þetta var heitasti 28. nóvember sem mælst hefur. Sló fyrrverandi hitamet frá árinu 1990.

Mér líður aðeins eins og það séu að koma kafla skipti í lífinu mínu. Þessa dagana er ég að gera allskonar hluti sem eru alveg nýjir fyrir mig. Eins og að skrúfa saman skiptiborð og kaupa oggu ponsu treyjur. Annað minna skemmtilegt sem kemur fyrir að ég spái í er að afla mér upplýsinga um atriði varðandi heilsufar ungbarna. Kemur í ljós að hérna í Bandaríkjunum eru öll börn bólusett fyrir hepatitis b veirunni daginn sem þau fara út af fæðingadeildinni. Það er veira sem plagar aðallega fullorðið fólk sem er frjálslynt í kynhegðun og sprautar sig með fíkniefnum. Sem er frekar fáheyrt meðal ungbarna. Þessi veira er ekki einu sinni banvæn. Fólk verður bara lasið en þarf sjaldnast að leggjast inn á sjúkrahús. Röksemda færsla CDC (sóttfaraldurs-stofnunarinnar) fyrir svona massa bólusetningu er sú að þannig er hægt að bjarga þeim börnum frá sýkingu sem eiga sýkta móður.

Það sem er alveg ótrúlegt er að fleiri nýfædd börn verða fyrir skaða af þessu bóluefni, deyja jafnvel, heldur en fæddust með hepatitis-b veiruna áður en bólusetningin varð útbreidd. Þessi bólusetning er búin að viðgangast síðan árið 1991. Smám saman hefur komið í ljós að ónæmiskerfi nýfæddra er ekki í stakk búið til að taka á móti þessu efni. Fullorðið fólk með þroskað ónæmiskerfi fær allskonar kvilla og aukaverkanir eftir að fá þetta bóluefni. En staðreyndin er náttúrulega sú að enginn veit hversu mörg börn verða fyrir skaða af þessu efni vegna þess að það hafa engar rannsóknir verið gerðar á áhrifum þess á taugakerfi nýfæddra barna. Það eru bara allra alvarlegastu og bráðustu tilfellin sem eru skráð.

Börn hérna fá fyrsta skammtinn eins eða tveggja daga gömul, annan eins mánaða og þriðja eins árs. Það er nauðsynlegt vegna þess að efnið dofnar og fyrsti skammturinn endist ekki nema bara stutt. Fólk spyr sig þá, hversu líklegt er það að barn fái þessa ofursjaldgæfu veiru sem smitast ekki auðveldlega fyrstu mánuðina eða árin í lífi þess? Þetta er algjörlega óskiljanlegt. Lyfjafyrirtækið sem framleiðir bóluefnið rukkar $50 (6000 krónur) fyrir hvern kúr. Í Bandaríkjunum fæðast um 4 milljónir barna á ári. Það gera 200 milljóna dollara í veltu fyrir þetta fyrirtæki fyrir þetta eina bóluefni.

Sem betur fer þurfa Íslendingar (búsettir á Íslandi) ekki að hafa áhyggjur af þessari vitleysu en þetta er alveg óþolandi fyrir fólk hérna í Bandaríkjunum. Maður þarf að setja sig inn í hvert smáatriði sem maður vissi ekki að væri til.

28.11.11

Þakkargjörðahátíðin á enda

Við Óli lögðum ekki í það að steikja kalkún en til að taka þátt í hátíðahöldunum elduðum við boeuf bourguignon sem er uppáhalds kjötsúpan okkar. Síðan hittum við vini okkar frá Boston og spiluðum við svolítið viking chess en það er leikur sem Bandaríkjmenn telja að hafi verið leikinn í Skandinavíu í gamla daga. Maður kastar keilum í kubba og reynir að hitta alla kubbana hjá andstæðingunum. Ágætur leikur en við Óli vorum ekki með neitt forskot þrátt fyrir að vera með víkingablóð.

Í gær töppuðum við 16 lítrum af hveitibjór á flöskur. Við erum búin að auka framleiðsluna um fullt og eigum nú 20L kút. Ég hugsa að það næsta sem við þurfum er færiband. Þetta voru svona 30 flöskur. Og bjórinn smakkaðist víst vel. Svaka banana og negullykt af honum.

Annars er svaka heitt í New York. 18 gráður á laugardaginn og í dag líka. Það er ekki hitamet. Metið er 20.5 gráður og var sett árið 1990, en þetta er frekar nálægt. Sérstaklega í ljósi þess að meðaltal hæsta hita á þessum degi, 28 nóv, eru 9.5 gráður. Og meðaltal kaldasta hitastigs eru 3.3 gráður. Þannig að venjulega, eða að meðaltali, sveiflast hitinn milli þess að vera um 3 gráður á nóttunni og 10 gráður á daginn. En í dag eru 18 gráður á daginn, dag eftir dag. Ha! Svolítið geðveikt. Og það eru að koma jól. þetta er bara eins og að búa í Ástralíu.

18.11.11

Dagur salernisins

er á morgun. Ótrúlegt en satt. Þetta er eitthvað sem gerst hefur árlega og mér finnst það sérstaklega gott framtak. Markmiðið er náttúrulega að vekja til umhugsunar að tæplega helmingur mannkyns býr ekki við þann lúxus að geta hægt sér í róleguheitunum, við mannsæmandi aðstöðu.

Meðal klósett hérna á vesturlöndum nota um 6 lítra af vatni til að sturta niður. Menn eru að vinna í því að minnka það í 1 líter eins og flugvélaklósettin nota og klósett í Kína þar sem fólk tímir ekki að sturta vatninu niður. Mér skilst að í Shanghai séu meira að segja tómarúmsleiðslur í háhýsum sem hjálpa við að flytja úrgang með lágmarks vatnsmagni. Frekar geggjað.

Ég er núna með tilraun í gangi hvernig gengur að nota lítið vatn í þvott. Venjulegar þvottavélar nota milli 40 og 100 lítra og amerískar vélar nota um 160 lítra fyrir hvern þvott. Ég er að nota svona 8-12 eða 16 lítra fyrir hvern þvott en það er kannski eins og hálf vél sem ég þvæ í hvert skipti. Þannig að það er minna en samt slatti. Vélin mín notar líka minna rafmagn. Þetta er spennandi. Ég læt ykkur vita þegar ég gefst upp á þessu.

10.11.11

Crazy sh*t

Það að vera ólétt er það fáránlegasta sem ég veit. Maður er handónýtur. Getur varla gert neitt. Auðveldlega allavegana. Maður getur ekki auðveldlega beygt sig, labbað upp stigana, farið út að hreyfa sig. Síðan er maður með brjálaða kúlu framan á sér. Getur ekki setið almennilega við borð og missir því mat ofaná kúluna. Maður þarf að sofa svaka mikið. Borða svaka mikið. Samt verður maður þreyttur. Þessi listi tekur engan endi.

Síðan er lifandi manneskja inní manni. Sem spriklar um eins og hún sé í sundi. Verður ofsa kát þegar maður fær sér að borða. Að lokum ætlast hún til að komast út í gegnum manns private parts. Ég get reyndar ekki sagt að ég er með betri hugmynd um hvernig þetta ferli ætti að ganga fyrir sig en mér finnst þetta samt svolítið langt gengið. Ha! Þróun! Jeezh!

6.11.11

Ný þvottavél

Ég er búin að vera að spá í hvert næsta skrefið varðandi þvott á fötum verði hjá okkur. Hefðbundin þvottavél kemst ekki fyrir heima hjá okkur og amerískar þvottavélar þvo aðeins með volgu vatni sem er alveg ómögulegt. Svo ég er búin að research-a þvottavélar heilmikið og hef komist að niðurstöðu, framkvæmt og reynslukeyrt.

Niðurstaðan var tunna sem maður getur snúið, er vatnsþétt og loftþétt. Þetta tæki heitir wonder wash og er handsnúin þvottavél. Til að vinda keypti ég vindu tæki og til að þurrka snúrur og klemmur. Jei. Og í kvöld þvoði ég fyrsta þvottinn. Maður lætur bara renna smá sjóð heitu vatni í tunnuna. Setur teskeið af þvottaefni og fötin. Kannski kíló af fötum. Síðan setur maður lokið á og skrúfar þétt og snýr handfanginu í tvær mínútur. Þá notar maður þess til gerða stöng til að buna úr trommunni í klósettið og setur í kalt vatn til að skola. Snýr í 30 sek og tæmir.

Að lokum setur maður þvottinn rennandi blautan í vinduna, vindir í 2 mínútur og hengir þvottinn á snúruna.

Ég myndi segja að þetta er smá vesen og það er ekki mikið pláss fyrir þessi apparöt heima hjá okkur. En betra en að fara 3 ferðir niður og upp 6 hæðir til að þvo þvott. Og tekur bara 12 mínútur allt í allt.

4.11.11

Slátturvéla kindur

Vildi ég ætti garð með kind sem myndi borða grasið. Ljómandi skemmtileg grein um hvað fólk tekur upp á í atvinnuleysi og ástandi hérna í Bandaríkjunum.

Þá er kominn nóvember og sumarfríið okkar Óla loks búið. Þetta var besta sumarfrí sem við höfum átt örugglega ever. Heilir 3 mánuðir í afslappelsi og lífsnautn. Enduðum það á ferð til Flórída að heimsækja fjölskylduna okkar. Gistum hjá Annettu í Orlando og Lovísu á Daytona Beach og fengum á báðum stöðum höfðinglegar móttökur. Hittum líka Öldu hjá Lovísu sem var yndislegt. Síðan fórum við í pílagrímsferð á Amelia Island og fundum nafn á barnið sem er á leiðinni. Erum með lista með svona 10 nöfnum sem koma til greina. Það var samt sigur.

En núna erum við aftur í New York. Óli er byrjaður í nýrri vinnu og ég held áfram að vera húsmóðir. Hef komist að því að mér finnst miklu skemmtilegra að elda fyrir okkur þegar Óli eyðir deginum sínum í að skrifa forrit frekar en að spila starcraft. Ég veit ekki af hverju það er. Í gær eldaði ég makríl og hann var sko góður. Ha! Létt soðinn í sojasósu kokteil á japanska vísu. Algjört lostæti og ekki spillir fyrir að makríll er með ódýrari fiskum á markaðinum. Í kvöld er graskerssúpa með perum. Mmmm. Ilmar nú þegar svaka vel. Síðan er ég búin að baka muffins, fá pípara til að laga baðkarið, hringja í tryggingafyrirtækið, kaupa svoítið inn, þrífa svolítið. Allskonar heimilisspliff.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?