4.11.11
Slátturvéla kindur
Vildi ég ætti garð með kind sem myndi borða grasið. Ljómandi skemmtileg grein um hvað fólk tekur upp á í atvinnuleysi og ástandi hérna í Bandaríkjunum.
Þá er kominn nóvember og sumarfríið okkar Óla loks búið. Þetta var besta sumarfrí sem við höfum átt örugglega ever. Heilir 3 mánuðir í afslappelsi og lífsnautn. Enduðum það á ferð til Flórída að heimsækja fjölskylduna okkar. Gistum hjá Annettu í Orlando og Lovísu á Daytona Beach og fengum á báðum stöðum höfðinglegar móttökur. Hittum líka Öldu hjá Lovísu sem var yndislegt. Síðan fórum við í pílagrímsferð á Amelia Island og fundum nafn á barnið sem er á leiðinni. Erum með lista með svona 10 nöfnum sem koma til greina. Það var samt sigur.
En núna erum við aftur í New York. Óli er byrjaður í nýrri vinnu og ég held áfram að vera húsmóðir. Hef komist að því að mér finnst miklu skemmtilegra að elda fyrir okkur þegar Óli eyðir deginum sínum í að skrifa forrit frekar en að spila starcraft. Ég veit ekki af hverju það er. Í gær eldaði ég makríl og hann var sko góður. Ha! Létt soðinn í sojasósu kokteil á japanska vísu. Algjört lostæti og ekki spillir fyrir að makríll er með ódýrari fiskum á markaðinum. Í kvöld er graskerssúpa með perum. Mmmm. Ilmar nú þegar svaka vel. Síðan er ég búin að baka muffins, fá pípara til að laga baðkarið, hringja í tryggingafyrirtækið, kaupa svoítið inn, þrífa svolítið. Allskonar heimilisspliff.
Þá er kominn nóvember og sumarfríið okkar Óla loks búið. Þetta var besta sumarfrí sem við höfum átt örugglega ever. Heilir 3 mánuðir í afslappelsi og lífsnautn. Enduðum það á ferð til Flórída að heimsækja fjölskylduna okkar. Gistum hjá Annettu í Orlando og Lovísu á Daytona Beach og fengum á báðum stöðum höfðinglegar móttökur. Hittum líka Öldu hjá Lovísu sem var yndislegt. Síðan fórum við í pílagrímsferð á Amelia Island og fundum nafn á barnið sem er á leiðinni. Erum með lista með svona 10 nöfnum sem koma til greina. Það var samt sigur.
En núna erum við aftur í New York. Óli er byrjaður í nýrri vinnu og ég held áfram að vera húsmóðir. Hef komist að því að mér finnst miklu skemmtilegra að elda fyrir okkur þegar Óli eyðir deginum sínum í að skrifa forrit frekar en að spila starcraft. Ég veit ekki af hverju það er. Í gær eldaði ég makríl og hann var sko góður. Ha! Létt soðinn í sojasósu kokteil á japanska vísu. Algjört lostæti og ekki spillir fyrir að makríll er með ódýrari fiskum á markaðinum. Í kvöld er graskerssúpa með perum. Mmmm. Ilmar nú þegar svaka vel. Síðan er ég búin að baka muffins, fá pípara til að laga baðkarið, hringja í tryggingafyrirtækið, kaupa svoítið inn, þrífa svolítið. Allskonar heimilisspliff.
Comments:
<< Home
Gott að heyra að allt gengur vel og til hamingju með nýju vinnuna :-)
Þú ert greinilega fyrirmyndar húsmóðir......:-)
Knús og bestu kveðjur,
Begga
Skrifa ummæli
Þú ert greinilega fyrirmyndar húsmóðir......:-)
Knús og bestu kveðjur,
Begga
<< Home