28.11.11

Þakkargjörðahátíðin á enda

Við Óli lögðum ekki í það að steikja kalkún en til að taka þátt í hátíðahöldunum elduðum við boeuf bourguignon sem er uppáhalds kjötsúpan okkar. Síðan hittum við vini okkar frá Boston og spiluðum við svolítið viking chess en það er leikur sem Bandaríkjmenn telja að hafi verið leikinn í Skandinavíu í gamla daga. Maður kastar keilum í kubba og reynir að hitta alla kubbana hjá andstæðingunum. Ágætur leikur en við Óli vorum ekki með neitt forskot þrátt fyrir að vera með víkingablóð.

Í gær töppuðum við 16 lítrum af hveitibjór á flöskur. Við erum búin að auka framleiðsluna um fullt og eigum nú 20L kút. Ég hugsa að það næsta sem við þurfum er færiband. Þetta voru svona 30 flöskur. Og bjórinn smakkaðist víst vel. Svaka banana og negullykt af honum.

Annars er svaka heitt í New York. 18 gráður á laugardaginn og í dag líka. Það er ekki hitamet. Metið er 20.5 gráður og var sett árið 1990, en þetta er frekar nálægt. Sérstaklega í ljósi þess að meðaltal hæsta hita á þessum degi, 28 nóv, eru 9.5 gráður. Og meðaltal kaldasta hitastigs eru 3.3 gráður. Þannig að venjulega, eða að meðaltali, sveiflast hitinn milli þess að vera um 3 gráður á nóttunni og 10 gráður á daginn. En í dag eru 18 gráður á daginn, dag eftir dag. Ha! Svolítið geðveikt. Og það eru að koma jól. þetta er bara eins og að búa í Ástralíu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?