6.11.11

Ný þvottavél

Ég er búin að vera að spá í hvert næsta skrefið varðandi þvott á fötum verði hjá okkur. Hefðbundin þvottavél kemst ekki fyrir heima hjá okkur og amerískar þvottavélar þvo aðeins með volgu vatni sem er alveg ómögulegt. Svo ég er búin að research-a þvottavélar heilmikið og hef komist að niðurstöðu, framkvæmt og reynslukeyrt.

Niðurstaðan var tunna sem maður getur snúið, er vatnsþétt og loftþétt. Þetta tæki heitir wonder wash og er handsnúin þvottavél. Til að vinda keypti ég vindu tæki og til að þurrka snúrur og klemmur. Jei. Og í kvöld þvoði ég fyrsta þvottinn. Maður lætur bara renna smá sjóð heitu vatni í tunnuna. Setur teskeið af þvottaefni og fötin. Kannski kíló af fötum. Síðan setur maður lokið á og skrúfar þétt og snýr handfanginu í tvær mínútur. Þá notar maður þess til gerða stöng til að buna úr trommunni í klósettið og setur í kalt vatn til að skola. Snýr í 30 sek og tæmir.

Að lokum setur maður þvottinn rennandi blautan í vinduna, vindir í 2 mínútur og hengir þvottinn á snúruna.

Ég myndi segja að þetta er smá vesen og það er ekki mikið pláss fyrir þessi apparöt heima hjá okkur. En betra en að fara 3 ferðir niður og upp 6 hæðir til að þvo þvott. Og tekur bara 12 mínútur allt í allt.

Comments:
Glæsileg græja og umhverfisvæn; myndi samt skola tvisvar :-) Betra að skola en fá útbrot af þvottaefni....eða þannig.

Knús,
Begga
 
Já einmitt, það er svolítil sápa í vindu-vatninu eftir aðeins eina skolun. Vildi bara að hún myndi skola sjálfvirkt..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?