27.7.10

TED

jk í Boston

Alltaf þegar ég er eitthvað niðurdregin og hef engann til að spjalla við þá kíki ég á TED því það eru svo upplífgandi og frábærir fyrirlestrar þar. Þessi er nokkuð góður.

26.7.10

Eins og ég ætti lífið að leysa

Þessa dagana er ég að passa hús og ketti. Húsið er algjört drauma hús. Ég elska að búa í því í eina viku. Fyrir það fyrsta er það klikkað stórt. En í öðru lagi er það æðislega sætt. Eld gamalt náttúrulega og bara yndislegt. Hjónabaðherbergið er með tvöföldum sturtuklefa. Og tvem sturtum íonum. Þannig langar mig í. Það er alveg á hreinu.

Kisurnar eru líka voða sætar og eyða mestöllum deginum úti svo ég þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af þeim. Núna þegar ég bý með fólki sem er með fleira fólk í heimsókn er þetta kærkomin pása. Það er líka bókasafn í þessu húsi. Með risa Roald Dahl safn og heimsins þægilegasta sófastól.

Síðan í morgun var ég búin að borða morgunmat og leyfa kisunum að fara út. Það var svo gott veður að ég hafði útidyrahurðina opna. Sólin skein inn og þetta var sérstaklega fallegur morgun. Ég heyrði í fuglum syngja. Og dyrabjöllunni. Hmm!? Þá var þetta bara smiðurinn að sækja bor og svona. Niðrí kjallara. Allt í góða. Hann heitir Miguel. Ég var bara að taka mig til, setja ávexti í skólatöskuna. Takk og bless hrópar Miguel. Allt í góða hrópa ég.

Hann fer og ég var líka tilbúin að fara. Tók hjólið út og töskuna. Skellti hurðinni í lás. Hjálmur og lyklar urðu eftir inni. Ó nei. Þvílík vandræði. Allir sem eru með aukalykil eru í fríi. Í Kanada og Colorado. Nema Miguel. Hann er með lykil en hringdi bjöllunni fyrir kurteisissakir. Og bíllinn hans að skríða niður götuna. Án þess að hugsa mig tvisvar um (hugsanirnar að ofan tóku um 1/2 sekúndu) hljóp ég eins og fætur toguðu niður götuna. Er komin svona hálfa leið þegar hann beygir, til hægri. Ég hægi ekkert á mér heldur held áfram að hlaupa. Þegar ég kem fyrir hornið er hann að keyra undir brúnna en þar á eftir er rautt ljós. Ég hleyp á fullu. Rauða ljósið verður grænt. Bílarnir mjakast af stað. Ég út á miðja götu og kalla MIGUEL! Hleyp áfram. MIGUEL! Og hann heyrir í mér.

Algjört overclock. "Ég" segi ég, "læsti" "mig" "úti". Ég segi þetta svona því ég þarf að draga andann milli hvers orðs. Ég hef aldrei á ævinni hlupið jafn hratt. Það hvarflar að mér að ég gæti orðið spretthlaupari, ef þetta phd gengur ekki upp. Vá maður.

22.7.10

Snar bilað

Er það ekki klikkuð hugmynd, ekki hugmynd heldur staðreynd, að í öllum heiminum er ekki til ein einasta manneskja sem kann að búa til nokkurn einasta hlut. Það er enginn sem gæti smíðað hús upp á sitt eigið. Núna er ég að tala um "from scratch". Ef þú vilt byggja hús "from scratch" þarft þú að blanda þína eigin steypu, búa til sement úr því sem sement er búið til úr, finna sand til að blanda því við, búa til rúður í gluggana, rafmagnsvír í innstungurnar, flísar á baðið. Allt þetta. Og það þarf ekki að vera jafn flókið og nútímaheimili. Hvernig færi maður að því að búa til blýant? Það þarf að höggva tré, finna grafít, finna olíu og túrmerík til að blanda appelsínugula málningu. Mér dettur ekki í hug einn einasta hlut sem nokkur maður gæti búið til. Fyrir utan örvaodd náttúrulega. Og mér skilst að það sé aðeins tricky.

Ástæðan fyrir því að það er til iphone er að það eru 7 milljarðir manna á jörðinni. Er þetta ekki geggjuð tilhugsun! Það hefði ekki mátt missa einn einasta. Sérstaklega ekki Evariste Galois. Hann var sérstakur en allir hinir sem eru ekki sérstakir, við vinnufólkið, erum líka mikilvæg. Ef píramídinn á að vera hár, verður botninn að vera breiður. Það þarf alla þessa námuverkamenn, verksmiðjufólk og verkfræðinga til að finna allt þetta báxít sem verður að áli sem notað er í flugvélarnar sem flytur fólk útum allan heim til að læra hvert af öðru, mynda tengsl og skiptast á hugmyndum og dóti.

Þegar heimurinn ferst og ef Ísland lifir af, þá þurfum við aldeilis að læra aftur að mjólka kýr og búa til torfkofa.

20.7.10

Jæja!

Var í tvo tíma að setja inn eitthvað smá thing til að kanna áhrif fractala-vídd agnanna á flúxið. Hélt það myndi taka 5 mínútur en nei. Það var bara segmentation fault á segmentation fault ofan. Kom í ljós að vandamálið var eitthvað sem hafði ekki með það að gera sem ég var að gera núna. Heldur var eins og tölvan hafi ekki séð þessa ósamstæðu áður. Samt var hún til staðar. Ótrúlegt. Ótrúlega ónákvæm tölva. Ég skil satt að segja ekkert í þessu.

Gosh.

Svo ég lagaði það og nú virðist allt vera í góðu lagi.

Í gær fékk ég hugmynd! Það er svo geðveikt að fá alvöru hugmynd. Hugmyndin snýst um að útskýra hvers vegna CO2 á jökulskeiðum er um 100ppm lægra en á hlýskeiðum.

Þessi 100ppm munur er eitthvað sem við höfum vitað um í að verða 20 ár en enginn getur útskýrt hvers vegna. Fullt af hugmyndum hafa verið prófaðar en engin þeirra getur útskýrt allan þennan mun. Mín hugmynd tekur saman vitneskju úr þrem áttum, líkaninu mínu, einu af línkönum Davids og nýjum gögnum um efnafræði sjávar á síðasta jökulskeiði sem Jenn í deildinni minni vann, og púslar saman úr þeim sögu. Nú er bara að reyna að sanna eða afsanna þessa sögu. Ef mín saga virkar, þá væri það huge. HUGE. En þetta er vandamál sem ég verð að vinna í þegar ég er búin með ritgerðina.

18.7.10

Forréttindi

Nýji herbergisfélaginn minn hún Deirdre sat á kaffihúsi að lesa blaðið í morgun þegar einhver gaur teygði sig í veskið hennar og stal peningaveskinu. Hún fattaði ekki neitt en annar kaffihúsagestur sá þetta og hljóp á eftir þjófnum. Hann náði bílnúmerinu svo hún gat látið lögregluna vita.

Það er svo svekkjandi að láta stela veskinu sínu því vesenið sem fylgir því er hundraðfalt á við það sem þjófurinn fær útúr því. Því hver gengur með seðla í veskinu sínu nú til dags? Það er bara fullt af kortum og einkennisspjöldum.

Maður getur samt ekki kvartað mikið. Við erum sá hópur í öllum heiminum með hvað mestu forréttindi og lífsgæði svo það er ekki hægt að ergja sig á því að þeir sem minna meiga sín vilja teygja sig í það sem maður á.

13.7.10

Eeeek

Rétt í þessu var ég að senda mína fyrstu formlegu umsókn að starfi. Mér finnst næstum eins og það sé eitt stig í því. Úff, svaka stress að sækja um starf. Halló.

11.7.10

Sumar

Við Óli áttum svo gott sumarfrí. Það var ekkert smá. Krúsuðum um Flórída á convertible, fórum á alveg yndislega strönd, fönguðum hörpuskel, hittum Ameríkufjölskylduna og síðan kom Óli til Chicago og eldaði fyrir mig og kom með pikknikk í skólann til mín og ég veit ekki hvað og hvað.

Núna er ég hinsvegar í thesis mode og það er farið í turbo. Það er allt á fullu. Adrenalínið í hámarki og verður ekki slakað á fyrr en yfir líkur. Það er bara þannig.

3.7.10

Hvad er betra

En ad skrifa doktorsritgerd ?







- Posted using BlogPress from my iPhone

Location:S Country Oaks Terrace,Lecanto,United States


This page is powered by Blogger. Isn't yours?