20.7.10

Jæja!

Var í tvo tíma að setja inn eitthvað smá thing til að kanna áhrif fractala-vídd agnanna á flúxið. Hélt það myndi taka 5 mínútur en nei. Það var bara segmentation fault á segmentation fault ofan. Kom í ljós að vandamálið var eitthvað sem hafði ekki með það að gera sem ég var að gera núna. Heldur var eins og tölvan hafi ekki séð þessa ósamstæðu áður. Samt var hún til staðar. Ótrúlegt. Ótrúlega ónákvæm tölva. Ég skil satt að segja ekkert í þessu.

Gosh.

Svo ég lagaði það og nú virðist allt vera í góðu lagi.

Í gær fékk ég hugmynd! Það er svo geðveikt að fá alvöru hugmynd. Hugmyndin snýst um að útskýra hvers vegna CO2 á jökulskeiðum er um 100ppm lægra en á hlýskeiðum.

Þessi 100ppm munur er eitthvað sem við höfum vitað um í að verða 20 ár en enginn getur útskýrt hvers vegna. Fullt af hugmyndum hafa verið prófaðar en engin þeirra getur útskýrt allan þennan mun. Mín hugmynd tekur saman vitneskju úr þrem áttum, líkaninu mínu, einu af línkönum Davids og nýjum gögnum um efnafræði sjávar á síðasta jökulskeiði sem Jenn í deildinni minni vann, og púslar saman úr þeim sögu. Nú er bara að reyna að sanna eða afsanna þessa sögu. Ef mín saga virkar, þá væri það huge. HUGE. En þetta er vandamál sem ég verð að vinna í þegar ég er búin með ritgerðina.

Comments:
Alltaf gott að hafa eitthvað til að stefna að :-)
Gangi þér sem allra best;
knús frá Beggu
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?