26.7.10
Eins og ég ætti lífið að leysa
Þessa dagana er ég að passa hús og ketti. Húsið er algjört drauma hús. Ég elska að búa í því í eina viku. Fyrir það fyrsta er það klikkað stórt. En í öðru lagi er það æðislega sætt. Eld gamalt náttúrulega og bara yndislegt. Hjónabaðherbergið er með tvöföldum sturtuklefa. Og tvem sturtum íonum. Þannig langar mig í. Það er alveg á hreinu.
Kisurnar eru líka voða sætar og eyða mestöllum deginum úti svo ég þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af þeim. Núna þegar ég bý með fólki sem er með fleira fólk í heimsókn er þetta kærkomin pása. Það er líka bókasafn í þessu húsi. Með risa Roald Dahl safn og heimsins þægilegasta sófastól.
Síðan í morgun var ég búin að borða morgunmat og leyfa kisunum að fara út. Það var svo gott veður að ég hafði útidyrahurðina opna. Sólin skein inn og þetta var sérstaklega fallegur morgun. Ég heyrði í fuglum syngja. Og dyrabjöllunni. Hmm!? Þá var þetta bara smiðurinn að sækja bor og svona. Niðrí kjallara. Allt í góða. Hann heitir Miguel. Ég var bara að taka mig til, setja ávexti í skólatöskuna. Takk og bless hrópar Miguel. Allt í góða hrópa ég.
Hann fer og ég var líka tilbúin að fara. Tók hjólið út og töskuna. Skellti hurðinni í lás. Hjálmur og lyklar urðu eftir inni. Ó nei. Þvílík vandræði. Allir sem eru með aukalykil eru í fríi. Í Kanada og Colorado. Nema Miguel. Hann er með lykil en hringdi bjöllunni fyrir kurteisissakir. Og bíllinn hans að skríða niður götuna. Án þess að hugsa mig tvisvar um (hugsanirnar að ofan tóku um 1/2 sekúndu) hljóp ég eins og fætur toguðu niður götuna. Er komin svona hálfa leið þegar hann beygir, til hægri. Ég hægi ekkert á mér heldur held áfram að hlaupa. Þegar ég kem fyrir hornið er hann að keyra undir brúnna en þar á eftir er rautt ljós. Ég hleyp á fullu. Rauða ljósið verður grænt. Bílarnir mjakast af stað. Ég út á miðja götu og kalla MIGUEL! Hleyp áfram. MIGUEL! Og hann heyrir í mér.
Algjört overclock. "Ég" segi ég, "læsti" "mig" "úti". Ég segi þetta svona því ég þarf að draga andann milli hvers orðs. Ég hef aldrei á ævinni hlupið jafn hratt. Það hvarflar að mér að ég gæti orðið spretthlaupari, ef þetta phd gengur ekki upp. Vá maður.
Kisurnar eru líka voða sætar og eyða mestöllum deginum úti svo ég þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af þeim. Núna þegar ég bý með fólki sem er með fleira fólk í heimsókn er þetta kærkomin pása. Það er líka bókasafn í þessu húsi. Með risa Roald Dahl safn og heimsins þægilegasta sófastól.
Síðan í morgun var ég búin að borða morgunmat og leyfa kisunum að fara út. Það var svo gott veður að ég hafði útidyrahurðina opna. Sólin skein inn og þetta var sérstaklega fallegur morgun. Ég heyrði í fuglum syngja. Og dyrabjöllunni. Hmm!? Þá var þetta bara smiðurinn að sækja bor og svona. Niðrí kjallara. Allt í góða. Hann heitir Miguel. Ég var bara að taka mig til, setja ávexti í skólatöskuna. Takk og bless hrópar Miguel. Allt í góða hrópa ég.
Hann fer og ég var líka tilbúin að fara. Tók hjólið út og töskuna. Skellti hurðinni í lás. Hjálmur og lyklar urðu eftir inni. Ó nei. Þvílík vandræði. Allir sem eru með aukalykil eru í fríi. Í Kanada og Colorado. Nema Miguel. Hann er með lykil en hringdi bjöllunni fyrir kurteisissakir. Og bíllinn hans að skríða niður götuna. Án þess að hugsa mig tvisvar um (hugsanirnar að ofan tóku um 1/2 sekúndu) hljóp ég eins og fætur toguðu niður götuna. Er komin svona hálfa leið þegar hann beygir, til hægri. Ég hægi ekkert á mér heldur held áfram að hlaupa. Þegar ég kem fyrir hornið er hann að keyra undir brúnna en þar á eftir er rautt ljós. Ég hleyp á fullu. Rauða ljósið verður grænt. Bílarnir mjakast af stað. Ég út á miðja götu og kalla MIGUEL! Hleyp áfram. MIGUEL! Og hann heyrir í mér.
Algjört overclock. "Ég" segi ég, "læsti" "mig" "úti". Ég segi þetta svona því ég þarf að draga andann milli hvers orðs. Ég hef aldrei á ævinni hlupið jafn hratt. Það hvarflar að mér að ég gæti orðið spretthlaupari, ef þetta phd gengur ekki upp. Vá maður.
Comments:
<< Home
sko ef maður myndi alltaf allt og gerði allt hárrétt þá kæmist maður aldrei að svona hlutum. Tinna mín spretthlauparinn. Gangi þér jafn vel með allt hitt líka. Knús úr sumarfríi og kósíheitum á íslandi. /Lilja.
Skrifa ummæli
<< Home