22.7.10

Snar bilað

Er það ekki klikkuð hugmynd, ekki hugmynd heldur staðreynd, að í öllum heiminum er ekki til ein einasta manneskja sem kann að búa til nokkurn einasta hlut. Það er enginn sem gæti smíðað hús upp á sitt eigið. Núna er ég að tala um "from scratch". Ef þú vilt byggja hús "from scratch" þarft þú að blanda þína eigin steypu, búa til sement úr því sem sement er búið til úr, finna sand til að blanda því við, búa til rúður í gluggana, rafmagnsvír í innstungurnar, flísar á baðið. Allt þetta. Og það þarf ekki að vera jafn flókið og nútímaheimili. Hvernig færi maður að því að búa til blýant? Það þarf að höggva tré, finna grafít, finna olíu og túrmerík til að blanda appelsínugula málningu. Mér dettur ekki í hug einn einasta hlut sem nokkur maður gæti búið til. Fyrir utan örvaodd náttúrulega. Og mér skilst að það sé aðeins tricky.

Ástæðan fyrir því að það er til iphone er að það eru 7 milljarðir manna á jörðinni. Er þetta ekki geggjuð tilhugsun! Það hefði ekki mátt missa einn einasta. Sérstaklega ekki Evariste Galois. Hann var sérstakur en allir hinir sem eru ekki sérstakir, við vinnufólkið, erum líka mikilvæg. Ef píramídinn á að vera hár, verður botninn að vera breiður. Það þarf alla þessa námuverkamenn, verksmiðjufólk og verkfræðinga til að finna allt þetta báxít sem verður að áli sem notað er í flugvélarnar sem flytur fólk útum allan heim til að læra hvert af öðru, mynda tengsl og skiptast á hugmyndum og dóti.

Þegar heimurinn ferst og ef Ísland lifir af, þá þurfum við aldeilis að læra aftur að mjólka kýr og búa til torfkofa.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?