28.3.10

Hvitur fill

´I Asiu er hvitur fill merki gaæfu og hamingju. Mer finnst sjaldnast skemmtilegt að lesa um það hvað annað folk dreymir en samt ætla eg að skrifa um það sem mig dreymdi þvi mer finnst það svo merkilegt. Jah, mig dreymdi sem sagt að eg væri i matvöruverslun i Asiu með stelpu sem eg hafði kynnst a þessu ferðalagi. Hun bendir mer a að koma eitthvað bakvið og er hun þa ekki i oða önn við að skrubba heilan fil. Og hann er með storar hvitar skellur. Það er heilmikill salur þarna og fillinn leikur lystir sinar eins og fimleikastulka og við förum siðan að spjalla. Eg spyr hana (filinn) hvort það se ekkert erfitt að sökkva svona a einum faeti og hun segir svo ekki vera.

Nema hvað. Eg glaðvakna og googla hvað það þyðir að dreyma svona draum. Nema hvað. I allskonar menningarheimum hefur það merkingu að dreyma hvitan fil og er hun avallt su sama. Fill þyðir þekking og viska (doktorsritgerð). Samband mitt við filinn: gott - on speaking terms (eg er að skrifa þessa ritgerð og það gengur vel.) Siðan er allskonar prosperity og wealth. Það er nu ekki verra.

Ma til með að bæta þvi við að eg var maett i bakariid adur en thad opnaði i morgun. Og þa buin að stussast i ormunum minum, sem eru aðeins slappir eftir veturinn. Við urðum að setja þa ut þvi það voru komnar svo margar flugur. Það er allt a turbo þessa dagana.

27.3.10

´I Chicago

Her i Chicago er ekki mikið að gerast. ´Islensku kommu-serhljoðarnir duttu utur tölvunni minni þegar ´eg skipti firefox ´ut fyrir opera. What´s up with that! eins og maður segir i Ameriku.

Við ´Oli attum alveg yndislega helgi a föðurlandinu. Hittum fjölskyldu okkar og gengum upp að steini. Alltaf þegar eg hitti fjölskyldur okkar skil eg ekkert i thvi að við skulum bua i Ameriku. Hvað i öllum heiminum er betra en fjölskyldan min? Varla neitt. En siðan finn eg researchið mitt og þa man eg hversvegna eg er herna.

16.3.10

Og það varð ljós

Ljósaperur eru mjög mikilvægar. Ef ég hefði verið afi minn og spurt afa minn hvaða uppgötvun á hans lífstíð honum þætti merkilegust eða best, þá er ég viss um að hann hefði sagt ljósaperan. Ég hefði síðan sagt plasthúðaðir vírar. En það er þannig að við búum á fyrstu hæð í þéttbýlishúsi í New York og sökum einstaks þéttbýlis þessarar borgar fáum við ekki mikla dagsbirtu inn um rúðurnar. Og þá kemur sér vel að vera með góða ljósaperu. Flúrósent.

Annað sem er í gangi er að ég er að skrifa grein og kemst ekki mikið útúr húsi. Hitti ekki marga né sé margt annað en tölvuna mína og útsýnið yfir eldhúsið. Betur núna þegar ég er komin með betri ljósaperu.

13.3.10

there were sweet sweet kisses at the start

syngur Duke Special og allir Írar í New York og tveir Íslendingar taka undir. Það munaði engu að við hefðum ekki farið á Mercury Lounge í þetta Craig party sem var síðasti liðurinn í St. Patricks day hátíðarhöldum sem við vissum reyndar ekki að væri um þessar mundir. En hann Duke Special var algjör stjarna. Það var alveg geðveikt. Maður gæti nú ekki kallað sig Íslending ef maður léti smá ofankomu stöðva sig í hverju sem er. Þetta lag féll líka vel í kramið

En nú leikur mér forvitni á að vita hvort veðráttan í New York hafi komist í pressuna í Reykjavík í þetta skiptið. Það er búið að vera rok og rigning í allan dag. Miklu verra en snjókoman um daginn. Við urðum blaut innað beini. Innkaupapokarnir leystust upp og allur maturinn rúllaði um á gangstéttinni.

Maturinn sem við keyptum til að Óli gæti uppfyllt draum um kjúklingavængi á Buffaló-vísu. En það þýðir að kjúklingavængir eru djúpsteiktir í peanut olíu. Og þeim er velt upp úr hot sauce. Síðan borðar maður sellerí og gulrætur með og auðvitað gráðostasósu. Þetta var í fyrsta sinn sem við djúpsteikjum. Hann Óli minn er svo áræðinn í eldhúsinu. Mér leist satt að segja ekki á blikuna sem voru rétt viðbrögð því íbúðin fylltist af reyk. Brunabjallan var óstöðvandi. Nágranninn kom hlaupandi. Allt var snar. En vængirnir voru góðir. Þeir bestu sem ég hef á ævinni smakkað. En síðan vorum við með hugmyndir um að geyma olíuna fyrir næst. Og í miðjum prósessnum að sía olíuna rakst ég í pottinn og olían ÚT UM ALLT! Ef hún hefði ekki slysast til að skvettast akkúrat útum allan vaskinn veit ég ekki hvernig þetta hefði endað.

12.3.10

Collaborators

Ég er komin með collaboratora, samstarfsmenn, samvinnumenn. Strákur og maður sem ég hitti á ráðstefnunni. Tvö ný verkefni með þessum mönnum. Það er svo geðveikt ég get ekki skrifað um það nema svona í belg og biðu.

Strákurinn er líka grad-nemi. Hann var í Háskólanum í Chicago og er núna að stúdera diatoms og hefur áhuga á því að setja þau inní líkanið mitt. Og það er nú á góðu róli með að gerast.

Maðurinn er stjarneðlisfræðingur upprunalega en núna að spekulera í hafrannsóknum. Hann er með líkan sem er svipað og mitt nema bara aðeins hefðbundnara. Við erum að vinna í því að bera niðurstöður líkananna okkar saman. Það er algjört rokk. Ég var reyndar aðeins búin að því fyrir löngu og þeim bar útí hött vel saman. Auðvitað er það vegna þess að við erum að nota sömu teoríu, en hans líkan er samfellt og deterministic meðan mitt er discreet og stochastic, eins og heimurinn. Þetta er skemmtilegt og vel tímasett því ég er einmitt að skrifa grein um það hversu vel líkanið mitt virkar svo þá er gott að bera saman við önnur meira established líkön. Þetta er fáránlega spennandi.

Jei!

10.3.10

Kinks í morgunsárið

Það jafnast ekkert á við smá rokk klukkan sjö á morgnanna. Það jafnast heldur ekkert á við 10 tíma nætursvefn 4 daga í röð. Við keyrðum okkur alveg út á ólympíufjallinu um helgina en þegar maður er með svona kyrrstöðulífstíl er það himnasending. Og þessa vikuna er Óli í skóla í vinnunni og þarf ekki að mæta fyrr en rétt um níu. Algjör lúxus.

Annars er ekkert að frétta. Ég er að skríða saman eftir ráðstefnumadness. Obama er á fullu að kynna heilbrigðiskerfið tilvonandi. Mér finnst það nú aðeins fyndið hvað hann þarf að berjast mikið fyrir frábærri tillögu.

4.3.10

In the middle of nowhere

I lest. A leid austur a boginn. Allur timinn i ollum heiminum til ad skrifa ritgerd.


- Posted using BlogPress from my iPhone

Location:S Main St,Jordan,United States


2.3.10

Komin á réttan kjöl

Fátt finnst mér betra en að vera í róleguheitunum heima hjá mér. Heima hjá mér í borginni sem ég bý í. Alveg agalega þreytandi að vera svona á ferð og flugi. Hér eru reyndar engin rólegheit. Við David erum á fullu að leggja lokahönd á forrit og gera uppkast að greinum. Við erum með svona sjö greinar í pípunum. Algjörlega yfirþyrmandi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?