12.3.10

Collaborators

Ég er komin með collaboratora, samstarfsmenn, samvinnumenn. Strákur og maður sem ég hitti á ráðstefnunni. Tvö ný verkefni með þessum mönnum. Það er svo geðveikt ég get ekki skrifað um það nema svona í belg og biðu.

Strákurinn er líka grad-nemi. Hann var í Háskólanum í Chicago og er núna að stúdera diatoms og hefur áhuga á því að setja þau inní líkanið mitt. Og það er nú á góðu róli með að gerast.

Maðurinn er stjarneðlisfræðingur upprunalega en núna að spekulera í hafrannsóknum. Hann er með líkan sem er svipað og mitt nema bara aðeins hefðbundnara. Við erum að vinna í því að bera niðurstöður líkananna okkar saman. Það er algjört rokk. Ég var reyndar aðeins búin að því fyrir löngu og þeim bar útí hött vel saman. Auðvitað er það vegna þess að við erum að nota sömu teoríu, en hans líkan er samfellt og deterministic meðan mitt er discreet og stochastic, eins og heimurinn. Þetta er skemmtilegt og vel tímasett því ég er einmitt að skrifa grein um það hversu vel líkanið mitt virkar svo þá er gott að bera saman við önnur meira established líkön. Þetta er fáránlega spennandi.

Jei!

Comments:
Hljómar svakalega vel; gangi þér vel með að landa þessu. Forréttindi að fá að fylgjast með því sem á daga ykkar drífur :-)
Kossar og knús frá okkur á Bakkastöðum
 
gaman þegar einhver nennir að hlusta. Takk Begga mín
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?