16.3.10
Og það varð ljós
Ljósaperur eru mjög mikilvægar. Ef ég hefði verið afi minn og spurt afa minn hvaða uppgötvun á hans lífstíð honum þætti merkilegust eða best, þá er ég viss um að hann hefði sagt ljósaperan. Ég hefði síðan sagt plasthúðaðir vírar. En það er þannig að við búum á fyrstu hæð í þéttbýlishúsi í New York og sökum einstaks þéttbýlis þessarar borgar fáum við ekki mikla dagsbirtu inn um rúðurnar. Og þá kemur sér vel að vera með góða ljósaperu. Flúrósent.
Annað sem er í gangi er að ég er að skrifa grein og kemst ekki mikið útúr húsi. Hitti ekki marga né sé margt annað en tölvuna mína og útsýnið yfir eldhúsið. Betur núna þegar ég er komin með betri ljósaperu.
Annað sem er í gangi er að ég er að skrifa grein og kemst ekki mikið útúr húsi. Hitti ekki marga né sé margt annað en tölvuna mína og útsýnið yfir eldhúsið. Betur núna þegar ég er komin með betri ljósaperu.