30.1.10
You may say I´m a dreamer
Lauksúpa og heimabakaðar bollur. Júhúhúhú. Eitt af því skemmtilegra sem ég geri er að elda með mat sem nú þegar er til. Mér finnst ekkert gaman að fara út í búð að kaupa og elda síðan. Um daginn gat ég bæði notað hrísgrjón úr frystinum og trönuber frá því á thanksgiving í stöppuna. Í dag gerði ég lausúpu og bakaði bollur með. Í íslensku matreiðslubókinni frá ömmu Bí eru "smábollur" sem tekur bara 2 tíma að gera, frá byrjun til enda. Og þær eru þrusugóðar. Alveg yndislegt að fá heimabakaðar, heitar bollur með matnum sínum. Eins og að vera á hóteli.
Annað sem er að gerast í Chicago er ekki mikið. Work and no play. Very dull.
Annað sem er að gerast í Chicago er ekki mikið. Work and no play. Very dull.
25.1.10
Testing testing
Fyrsta blogg ur straeto. Leid 55 fra midway i hyde park. Ferdalagid gekk agaetlega, thad var brjalad rok og rigning i new york. Flest flug aflyst, nema thad til Chicago
Eg veit ekki hvort thad sest af thssari mynd, en thad er kviknad i thessari byggingu og slokkvilidsbilar a fullu herna. Jeez!
- Posted using BlogPress from my iPhone
Eg veit ekki hvort thad sest af thssari mynd, en thad er kviknad i thessari byggingu og slokkvilidsbilar a fullu herna. Jeez!
- Posted using BlogPress from my iPhone
Location:S Halsted St,Chicago,United States
20.1.10
Ljúfa líf
Hvað ætli ég hafi notað þennan titil oft? Ég get bara ekki að því gert, ég elska lífið. Elska að vera til. Elska manninn minn. Elska vinnuna mína. Það er allt á snar fullu að gerast í researchinu mínu. Svaka spennandi. Uta var svaka spennt fyrir líkaninu mínu og hennar vinna er svo spennandi. Hún uppgötvaði transparent exopolymer particles. Þetta er límið sem heldur heiminum saman. Heiminum... ögnum í sjó, same difference. Ég vona að ég verði jafn góður vísindamaður og hún er.
Loksins er ég að elda. Þegar maður eldar skilur maður hvernig heimurinn virkar. Brot úr lífinu koma saman og verða að heilli mynd meðan maður hrærir í pottum. Að elda er eins og að dreyma. Merkilegt. Á npr var smá klausa um Ísland og viðtal við fólk úr þjóðfélaginu. Hr. Hreinsson harðfiskþurrkara, Helgu einhverja sem stóð í röð að fá súpu. Íslenskur hreimur er ekkert smá sætur og krúsilegur. Niðurstaðan var að Íslendingar eru að enduruppgötva ræturnar og að fiskur er framtíðin.
Í sambandi við þetta icesave mál og bankahrun þá er ég að komast á þá skoðun að þó að einhver ábyrgð liggi hjá almenningi (raðgreiðslur, myntkörfur, kjósa Davíð) þá liggur hún aðallega hjá kapitalískum ofurgræðgisbubbum eins og Dabba, Jón Ásgeiri og hvaðhannnúheitir Thor. Og það að við skyldum ekki hafa áttað okkur á því að þeir væru svona spilltir og firrtir eða getað stoppað þá í landráðinu er ekki við okkur að sakast. Enginn álasar Bandarískum almenningi fyrir að hafa ekki fattað að veldi Bernie Madoffs var byggt á brauðfótum. Við getum enn borið höfuðið hátt en lexían er kannski að skrúfa aðeins niður í hrokanum.
Við erum ekki best, ekki flottust og ekki gáfuðust. Við erum alveg ágæt og við reynum eins og við getum sem ég vona að sé aðdáunarvert. En að háskóli Íslands sé með betri skólum í heimi og sjúkrahús landsins eitthvað á heimsmælikvarða er bara ekki satt. Ég er orðin alveg snar þreytt á að heyra þetta.
Hmph! Get ekki endað þetta blogg á svona súrum nótum. Maturinn er að verða til, Óli er að koma heim, ég á vinnudeit á morgun á Housing, það eru 8 gráður í New York. Svaka heitt! Ljúflingshóll er ljúfur. Ljúfur eins og lífið.
Loksins er ég að elda. Þegar maður eldar skilur maður hvernig heimurinn virkar. Brot úr lífinu koma saman og verða að heilli mynd meðan maður hrærir í pottum. Að elda er eins og að dreyma. Merkilegt. Á npr var smá klausa um Ísland og viðtal við fólk úr þjóðfélaginu. Hr. Hreinsson harðfiskþurrkara, Helgu einhverja sem stóð í röð að fá súpu. Íslenskur hreimur er ekkert smá sætur og krúsilegur. Niðurstaðan var að Íslendingar eru að enduruppgötva ræturnar og að fiskur er framtíðin.
Í sambandi við þetta icesave mál og bankahrun þá er ég að komast á þá skoðun að þó að einhver ábyrgð liggi hjá almenningi (raðgreiðslur, myntkörfur, kjósa Davíð) þá liggur hún aðallega hjá kapitalískum ofurgræðgisbubbum eins og Dabba, Jón Ásgeiri og hvaðhannnúheitir Thor. Og það að við skyldum ekki hafa áttað okkur á því að þeir væru svona spilltir og firrtir eða getað stoppað þá í landráðinu er ekki við okkur að sakast. Enginn álasar Bandarískum almenningi fyrir að hafa ekki fattað að veldi Bernie Madoffs var byggt á brauðfótum. Við getum enn borið höfuðið hátt en lexían er kannski að skrúfa aðeins niður í hrokanum.
Við erum ekki best, ekki flottust og ekki gáfuðust. Við erum alveg ágæt og við reynum eins og við getum sem ég vona að sé aðdáunarvert. En að háskóli Íslands sé með betri skólum í heimi og sjúkrahús landsins eitthvað á heimsmælikvarða er bara ekki satt. Ég er orðin alveg snar þreytt á að heyra þetta.
Hmph! Get ekki endað þetta blogg á svona súrum nótum. Maturinn er að verða til, Óli er að koma heim, ég á vinnudeit á morgun á Housing, það eru 8 gráður í New York. Svaka heitt! Ljúflingshóll er ljúfur. Ljúfur eins og lífið.
19.1.10
Watermelon man
Hey, watermelon man.
Þvilik himnasæla það er að fara að klifra í Brooklyn Boulders og koma síðan heim í skyr og brauð með reyktum laxi og gulosti. Og bergvatn með. Granit-bergvatn. Eins nálægt og komist verður að blágrýtisbergvatni.
Ég er komin aftur til New York og það er sko málið. Í eiginmannsskilningi. Ekki thesisskilningi. Helgin var ljómandi góð, við fórum á rokktónleika í Brooklyn hjá fyrrverandi sambýlingum okkar Hank and Cupcakes og vinum þeirra. Það var fáránlegt stuð. Uppáhalshljómsveitin hans Óla var sophistafunk. Við Lilja vorum líka hrifnar af henni.
Í gær á Martin Luther King day lögðum við land undir fót og fórum norðvestur á west point í göngutúr í skógi. Þar, eins og gengur og gerist í skógum, var mjög mikið af rotnandi trjám sem mér fannst gaman að pota í með grein. Eitt tré var fullt af mold, bara börkurinn sem var uppistandandi. Aftur á Manhattan fórum við loksins á Avatar. Í 3-D! Brjálað geðveikt skemmtilegt og alveg ljóst að eftir fimm ár verða allir komnir með 3-D sjónvarp. Flatskjár alveg úti. 3-D inni.
Heimsóknin heppnaðist svaka vel. Við David fórum með konuna í morgunmat og síðan var svaka prógram allan daginn. Hún var mjög ánægð og ég líka. Ég fékk að kynna hana, fyrst nemenda til að kynna gesta fyrirlesara. Hún sagðist ekki hafa fengið jafn góða kynningu í langan tíma. Svaka gaman.
11.1.10
Kisi
Ég skil ekkert í þessu en ég er alltaf með einhverja kisa heima hjá mér undanfarið. Þetta er Óliver. Honum finnst gaman að láta leika við sig.
9.1.10
Þvílíkt útsýni
Ef maður er orðin þrítug en þarf samt að eyða laugardögum á bókasafninu er einsgott að reyna að finna sér besta sætið í höllinni. Í Chicago fellur harmur englanna hægt og rólega á jörðina svo birtir til og mannfólkið gleðst yfir því hve heimurinn getur verið fallegur. Ég fór á hlaupabrautina í gær og hljóp sem mest ég mátti, fór síðan í gufu og í dag líður mér svo vel. Alveg yndislegt að líða svona vel. Kannski er það hlaupið, kannski er það útsýnið. Kannski er ég bara svona létt í lund að eðlisfari. En núna er ég að setja Þóríum (Th) inní líkanið og það er nú spennandi. Hringurinn er að lokast.
4.1.10
Komin til Chicago
og strax farin að eltast við kvikindi. Sem ég og fann! Það er svo gaman þegar maður finnur villuna í forritinu að það er erfitt að halda því inni. Því blogga ég. Þakka áheyrnina.
Ferðin frá New York gekk alveg einstaklega vel. Það er svo gott að fljúga með delta shuttle. Mér líður eins og ég hafi aðgang að einkaþotu. Flug milli NYC og Chi á klukkutíma fresti. Maður mætir 40 mín fyrir brottför. Er í 5 mínútur að tékka sig inn og fara í gegnum öryggið. Ýk-laust. Ég var svo hress að ég byrjaði dvölina í Chicago á því að taka skrifstofuna alveg í gegn. Sópaði, skúraði (á fjórum) færði til húsgögn og henti út drasli. Hengdi upp nýjar myndir og hvaðeina. Og núna fyrst ég á isíma get ég tekið mynd af fínu fínu skrifstofunni.
Ferðin frá New York gekk alveg einstaklega vel. Það er svo gott að fljúga með delta shuttle. Mér líður eins og ég hafi aðgang að einkaþotu. Flug milli NYC og Chi á klukkutíma fresti. Maður mætir 40 mín fyrir brottför. Er í 5 mínútur að tékka sig inn og fara í gegnum öryggið. Ýk-laust. Ég var svo hress að ég byrjaði dvölina í Chicago á því að taka skrifstofuna alveg í gegn. Sópaði, skúraði (á fjórum) færði til húsgögn og henti út drasli. Hengdi upp nýjar myndir og hvaðeina. Og núna fyrst ég á isíma get ég tekið mynd af fínu fínu skrifstofunni.