4.1.10

Komin til Chicago

og strax farin að eltast við kvikindi. Sem ég og fann! Það er svo gaman þegar maður finnur villuna í forritinu að það er erfitt að halda því inni. Því blogga ég. Þakka áheyrnina.

Ferðin frá New York gekk alveg einstaklega vel. Það er svo gott að fljúga með delta shuttle. Mér líður eins og ég hafi aðgang að einkaþotu. Flug milli NYC og Chi á klukkutíma fresti. Maður mætir 40 mín fyrir brottför. Er í 5 mínútur að tékka sig inn og fara í gegnum öryggið. Ýk-laust. Ég var svo hress að ég byrjaði dvölina í Chicago á því að taka skrifstofuna alveg í gegn. Sópaði, skúraði (á fjórum) færði til húsgögn og henti út drasli. Hengdi upp nýjar myndir og hvaðeina. Og núna fyrst ég á isíma get ég tekið mynd af fínu fínu skrifstofunni.




This page is powered by Blogger. Isn't yours?