19.1.10

Watermelon man


Hey, watermelon man.

Þvilik himnasæla það er að fara að klifra í Brooklyn Boulders og koma síðan heim í skyr og brauð með reyktum laxi og gulosti. Og bergvatn með. Granit-bergvatn. Eins nálægt og komist verður að blágrýtisbergvatni.

Ég er komin aftur til New York og það er sko málið. Í eiginmannsskilningi. Ekki thesisskilningi. Helgin var ljómandi góð, við fórum á rokktónleika í Brooklyn hjá fyrrverandi sambýlingum okkar Hank and Cupcakes og vinum þeirra. Það var fáránlegt stuð. Uppáhalshljómsveitin hans Óla var sophistafunk. Við Lilja vorum líka hrifnar af henni.

Í gær á Martin Luther King day lögðum við land undir fót og fórum norðvestur á west point í göngutúr í skógi. Þar, eins og gengur og gerist í skógum, var mjög mikið af rotnandi trjám sem mér fannst gaman að pota í með grein. Eitt tré var fullt af mold, bara börkurinn sem var uppistandandi. Aftur á Manhattan fórum við loksins á Avatar. Í 3-D! Brjálað geðveikt skemmtilegt og alveg ljóst að eftir fimm ár verða allir komnir með 3-D sjónvarp. Flatskjár alveg úti. 3-D inni.

Heimsóknin heppnaðist svaka vel. Við David fórum með konuna í morgunmat og síðan var svaka prógram allan daginn. Hún var mjög ánægð og ég líka. Ég fékk að kynna hana, fyrst nemenda til að kynna gesta fyrirlesara. Hún sagðist ekki hafa fengið jafn góða kynningu í langan tíma. Svaka gaman.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?