29.9.04
Dagbok
Smá heilræði til þeirra sem ekki eru með hlutina alveg á hreinu... svona nokkuð eins og ég. Skrifa dagbók. Núna er ég komin "heim" úr 2 mánaða sumarfríi, að reyna að halda áfram þaðan sem frá var horfið. Væri aðeins auðveldara hefði ég haldið utanum það sem ég gerði fyrir fríið. :-P. Eða sett komment inn í forritið. Ahh. Maður finnst allt svo augljóst þegar maður er að skrifa það, en núna man ég ekkert hvað "m" var. Meira böggið. Jæja, það kemur. Þessi komment þvælast eitthvað svo fyrir manni þegar maður er að vinna.
Annars er gaman í skólanum. Ég er svaka ánægð með alla kúrsana mína. Þeir eru allir skemmtilegir... allavegana hingað til. Ég er búin að læra aðeins um HURRICANES! Og í ICE AGE EARTH er kennarinn alltaf að segja frá og sýna myndir frá Íslandi. Í fyrsta tímanum lét hann mig standa upp svo allir sæju hvernig Íslendingar líta út. Og hann útskýrði líka að ég héti í rauninni Tinna, dóttir Jökulsinns. Og allir krakkarnir, eða stelpurnar, sögðu einum kór "oohhhh". Ég kafrjóðnaði náttúrulega. Alveg hrikalegt. Neinei, ekki svo, bara fyndið.
Annars er gaman í skólanum. Ég er svaka ánægð með alla kúrsana mína. Þeir eru allir skemmtilegir... allavegana hingað til. Ég er búin að læra aðeins um HURRICANES! Og í ICE AGE EARTH er kennarinn alltaf að segja frá og sýna myndir frá Íslandi. Í fyrsta tímanum lét hann mig standa upp svo allir sæju hvernig Íslendingar líta út. Og hann útskýrði líka að ég héti í rauninni Tinna, dóttir Jökulsinns. Og allir krakkarnir, eða stelpurnar, sögðu einum kór "oohhhh". Ég kafrjóðnaði náttúrulega. Alveg hrikalegt. Neinei, ekki svo, bara fyndið.
27.9.04
Svaka spennandi að byrja i nami
Fyrsti dagurinn í skólanum. Ég er hérna mætt fyrir allar aldir. Á undan öllum. Við Óli erum í svona vakna snemma, fara að sofa snemma -prógrammi, aldrei þessu vant.
Fyrsti tíminn byrjar klukkan hálf tíu og er um ský og veðurfræði. Ég er þvílíkt spennt. Síðan klukkan 20 mín yfir ellefu er ICE AGE EARTH, kúrsinn sem ég er að kenna dæmatíma í. Ég er búin að vera að lesa glósuhefti eftir prófessorinn og það er það skemmtilegasta glósuhefti sem ég hef nokkurn tíman lesið. Ég leit varla uppúr því alla helgina. Þegar hann var að segja frá kenningum einhverra manna sem voru uppi fyrir 100 - 200 árum, þá kom bara öll þeirra ævisaga þeirra með, væntingar og þrár, afrek og mistök. Og yfirleitt voru þetta skrautlegir karakterar sem voru vísindamenn á þessum tímum.
En nú þarf ég að drífa mig í tíma. Ekki gott að mæta of seint fyrsta daginn.
Fyrsti tíminn byrjar klukkan hálf tíu og er um ský og veðurfræði. Ég er þvílíkt spennt. Síðan klukkan 20 mín yfir ellefu er ICE AGE EARTH, kúrsinn sem ég er að kenna dæmatíma í. Ég er búin að vera að lesa glósuhefti eftir prófessorinn og það er það skemmtilegasta glósuhefti sem ég hef nokkurn tíman lesið. Ég leit varla uppúr því alla helgina. Þegar hann var að segja frá kenningum einhverra manna sem voru uppi fyrir 100 - 200 árum, þá kom bara öll þeirra ævisaga þeirra með, væntingar og þrár, afrek og mistök. Og yfirleitt voru þetta skrautlegir karakterar sem voru vísindamenn á þessum tímum.
En nú þarf ég að drífa mig í tíma. Ekki gott að mæta of seint fyrsta daginn.
23.9.04
Ice Age Earth
Fyrsti fundurinn fyrir kúrsinn sem ég er að fara að TA-a var í dag. Hann heitir ICE AGE EARTH og er náttúrulega fyrir undergraduate nema. Mér líst bara nokkuð vel á hann. Fyrirlesarinn er grad-nemi og mjög indæll. Hann fór meira að segja aðeins til Íslands í sumar, en bara á leið sinni til Grænlands þar sem hann var að vísindast með byssu í vasanum eða á bakinu. Vegna ísbjarna. Hann sagðist hafa verið lafhræddur útaf þeim. En sem betur fer ekki mætt neinum.
Mér líst bara vel á þennan kúrs. Það verða 4 "lab" þar sem krakkarnir eiga að vinna með landakort og síðan eiga þau að gera verkefni í excel... og læra á það (?) Það verður líka farið í skólaferðalag og skoðaðir einhverjir hólar í kringum Chicago. Svæðið hérna var einmitt þakið ís á seinustu ísöld og er hægt að finna ýmsis merki þess.
Síðan verða 2 próf sem við þurfum að hjálpa honum með, nokkur skyndipróf líka en þá er það bara upp talið. Ekki sem verst... eða við sjáum til...
Mér líst bara vel á þennan kúrs. Það verða 4 "lab" þar sem krakkarnir eiga að vinna með landakort og síðan eiga þau að gera verkefni í excel... og læra á það (?) Það verður líka farið í skólaferðalag og skoðaðir einhverjir hólar í kringum Chicago. Svæðið hérna var einmitt þakið ís á seinustu ísöld og er hægt að finna ýmsis merki þess.
Síðan verða 2 próf sem við þurfum að hjálpa honum með, nokkur skyndipróf líka en þá er það bara upp talið. Ekki sem verst... eða við sjáum til...
21.9.04
Back to school
Þá erum við komin aftur út til Chicago og ætli ég verði þá ekki duglegri við að skrifa um það sem á daga mína drífur. En sumarfríið á Íslandi var í einu orði HIMNESKT. Átti ég góðar stundir með vinum og ættingjum.
Rétt í þessu þá var ég að skrá mig í námskeið. Ég skráði mig í 3 námskeið eins og ætlast er til. Physical Chemistry of the Atmosphere heitir eitt þeirra. Atmosphere and Ocean in Motion annað og Thermodynamics and Phase Change það þriðja. Síðan kenni ég dæmatíma eða lab í Ice Age Earth þannig að ég býst við að þetta haldi mér uppteknri í haust.
Londonferðin okkar Óla var ljómandi góð. Við komum til London frekar seint á sunnudagskvöldinu. Ekki það seint samt því við náðum að draga Sigga á bar rétt fyrir lokun og náðum smá spjalli við hann. Þau Angelica eru með svo hektískt lífsmynstur að við sáum þau varla neitt allan tíman meðan við vorum í heimsókn. En við nutum lífsins þrátt fyrir það. Á mánudeginum fórum við í Tate Modern. Það er nú ekkert smá stórt og flott. Þar er mjög mikið af "klassískum" nýlistaverkum ef svo má að orði komast. Við sáum allavegana ekki mikið af verkum eftir unga listamenn sem eru að gera eitthvað núna, eins og er t.d. hérna í Chicago eða Montreal. En það var mjög gaman samt. Gaman að sjá verk sem maður hefur heyrt talað um eða séð í bókum. Eftir safnið borðuðum við á afrískum veitingastað, hrikalega gott og síðan sáum við Jerry Springer óperuna. Það er ágætt stykki. Mér skilst að það sé á leiðinni á Broadway. Síðan ákváðum við að rölta aðeins um og athuga hvort einhvern jazz væri að finna í London. Ekki þurftum við að labba langt til þess, ljúfir tónar streymdu á móti okkur og við fórum inn að hlusta. Þetta var alveg dúndur gott band sem var að spila. Ungir guttar, á aldur við okkur. Sá sem talaði var með undarlegan hrein, annar var rauðhærður og sá þriðji skrýtinn í útliti. Hmm, eitthvað var þetta nafn líka kunnuglegt, URBAN CONNECTION... Hvað gæti það verið. Jú, við erum orðin mega-jazzistar. Haldiði að við höfðum ekki heyrt þessa gubba spila á kaffileikhúsinu fyrir um 3 árum síðan! Það er ekkert minna. Við sögðum þeim frá þessu og þeir voru náttúrulega svaka ánægðir með að vera komnir með grúppíur. Það er bara svona. Svo sem niðurstaða, Lundúnarferðin var alveg súper.
Íbúðin okkar nýja fína er alveg svakalega fín. Ég er svo ánægð með hana að orð fá því varla lýst. Það er parket. Það eru svalir. Þær eru tvennar. Við sitjum í eftirmiddagssólinni á svölunum sötrum bjór og borðum tapas. Lífið gæti ekki verið betra. Húsgögnin eru öll komin á sinn stað og myndirnar á veggina. Allt er í tipp topp standi.
Rétt í þessu þá var ég að skrá mig í námskeið. Ég skráði mig í 3 námskeið eins og ætlast er til. Physical Chemistry of the Atmosphere heitir eitt þeirra. Atmosphere and Ocean in Motion annað og Thermodynamics and Phase Change það þriðja. Síðan kenni ég dæmatíma eða lab í Ice Age Earth þannig að ég býst við að þetta haldi mér uppteknri í haust.
Londonferðin okkar Óla var ljómandi góð. Við komum til London frekar seint á sunnudagskvöldinu. Ekki það seint samt því við náðum að draga Sigga á bar rétt fyrir lokun og náðum smá spjalli við hann. Þau Angelica eru með svo hektískt lífsmynstur að við sáum þau varla neitt allan tíman meðan við vorum í heimsókn. En við nutum lífsins þrátt fyrir það. Á mánudeginum fórum við í Tate Modern. Það er nú ekkert smá stórt og flott. Þar er mjög mikið af "klassískum" nýlistaverkum ef svo má að orði komast. Við sáum allavegana ekki mikið af verkum eftir unga listamenn sem eru að gera eitthvað núna, eins og er t.d. hérna í Chicago eða Montreal. En það var mjög gaman samt. Gaman að sjá verk sem maður hefur heyrt talað um eða séð í bókum. Eftir safnið borðuðum við á afrískum veitingastað, hrikalega gott og síðan sáum við Jerry Springer óperuna. Það er ágætt stykki. Mér skilst að það sé á leiðinni á Broadway. Síðan ákváðum við að rölta aðeins um og athuga hvort einhvern jazz væri að finna í London. Ekki þurftum við að labba langt til þess, ljúfir tónar streymdu á móti okkur og við fórum inn að hlusta. Þetta var alveg dúndur gott band sem var að spila. Ungir guttar, á aldur við okkur. Sá sem talaði var með undarlegan hrein, annar var rauðhærður og sá þriðji skrýtinn í útliti. Hmm, eitthvað var þetta nafn líka kunnuglegt, URBAN CONNECTION... Hvað gæti það verið. Jú, við erum orðin mega-jazzistar. Haldiði að við höfðum ekki heyrt þessa gubba spila á kaffileikhúsinu fyrir um 3 árum síðan! Það er ekkert minna. Við sögðum þeim frá þessu og þeir voru náttúrulega svaka ánægðir með að vera komnir með grúppíur. Það er bara svona. Svo sem niðurstaða, Lundúnarferðin var alveg súper.
Íbúðin okkar nýja fína er alveg svakalega fín. Ég er svo ánægð með hana að orð fá því varla lýst. Það er parket. Það eru svalir. Þær eru tvennar. Við sitjum í eftirmiddagssólinni á svölunum sötrum bjór og borðum tapas. Lífið gæti ekki verið betra. Húsgögnin eru öll komin á sinn stað og myndirnar á veggina. Allt er í tipp topp standi.