23.9.04

Ice Age Earth

Fyrsti fundurinn fyrir kúrsinn sem ég er að fara að TA-a var í dag. Hann heitir ICE AGE EARTH og er náttúrulega fyrir undergraduate nema. Mér líst bara nokkuð vel á hann. Fyrirlesarinn er grad-nemi og mjög indæll. Hann fór meira að segja aðeins til Íslands í sumar, en bara á leið sinni til Grænlands þar sem hann var að vísindast með byssu í vasanum eða á bakinu. Vegna ísbjarna. Hann sagðist hafa verið lafhræddur útaf þeim. En sem betur fer ekki mætt neinum.

Mér líst bara vel á þennan kúrs. Það verða 4 "lab" þar sem krakkarnir eiga að vinna með landakort og síðan eiga þau að gera verkefni í excel... og læra á það (?) Það verður líka farið í skólaferðalag og skoðaðir einhverjir hólar í kringum Chicago. Svæðið hérna var einmitt þakið ís á seinustu ísöld og er hægt að finna ýmsis merki þess.

Síðan verða 2 próf sem við þurfum að hjálpa honum með, nokkur skyndipróf líka en þá er það bara upp talið. Ekki sem verst... eða við sjáum til...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?