21.9.04

Back to school

Þá erum við komin aftur út til Chicago og ætli ég verði þá ekki duglegri við að skrifa um það sem á daga mína drífur. En sumarfríið á Íslandi var í einu orði HIMNESKT. Átti ég góðar stundir með vinum og ættingjum.

Rétt í þessu þá var ég að skrá mig í námskeið. Ég skráði mig í 3 námskeið eins og ætlast er til. Physical Chemistry of the Atmosphere heitir eitt þeirra. Atmosphere and Ocean in Motion annað og Thermodynamics and Phase Change það þriðja. Síðan kenni ég dæmatíma eða lab í Ice Age Earth þannig að ég býst við að þetta haldi mér uppteknri í haust.

Londonferðin okkar Óla var ljómandi góð. Við komum til London frekar seint á sunnudagskvöldinu. Ekki það seint samt því við náðum að draga Sigga á bar rétt fyrir lokun og náðum smá spjalli við hann. Þau Angelica eru með svo hektískt lífsmynstur að við sáum þau varla neitt allan tíman meðan við vorum í heimsókn. En við nutum lífsins þrátt fyrir það. Á mánudeginum fórum við í Tate Modern. Það er nú ekkert smá stórt og flott. Þar er mjög mikið af "klassískum" nýlistaverkum ef svo má að orði komast. Við sáum allavegana ekki mikið af verkum eftir unga listamenn sem eru að gera eitthvað núna, eins og er t.d. hérna í Chicago eða Montreal. En það var mjög gaman samt. Gaman að sjá verk sem maður hefur heyrt talað um eða séð í bókum. Eftir safnið borðuðum við á afrískum veitingastað, hrikalega gott og síðan sáum við Jerry Springer óperuna. Það er ágætt stykki. Mér skilst að það sé á leiðinni á Broadway. Síðan ákváðum við að rölta aðeins um og athuga hvort einhvern jazz væri að finna í London. Ekki þurftum við að labba langt til þess, ljúfir tónar streymdu á móti okkur og við fórum inn að hlusta. Þetta var alveg dúndur gott band sem var að spila. Ungir guttar, á aldur við okkur. Sá sem talaði var með undarlegan hrein, annar var rauðhærður og sá þriðji skrýtinn í útliti. Hmm, eitthvað var þetta nafn líka kunnuglegt, URBAN CONNECTION... Hvað gæti það verið. Jú, við erum orðin mega-jazzistar. Haldiði að við höfðum ekki heyrt þessa gubba spila á kaffileikhúsinu fyrir um 3 árum síðan! Það er ekkert minna. Við sögðum þeim frá þessu og þeir voru náttúrulega svaka ánægðir með að vera komnir með grúppíur. Það er bara svona. Svo sem niðurstaða, Lundúnarferðin var alveg súper.

Íbúðin okkar nýja fína er alveg svakalega fín. Ég er svo ánægð með hana að orð fá því varla lýst. Það er parket. Það eru svalir. Þær eru tvennar. Við sitjum í eftirmiddagssólinni á svölunum sötrum bjór og borðum tapas. Lífið gæti ekki verið betra. Húsgögnin eru öll komin á sinn stað og myndirnar á veggina. Allt er í tipp topp standi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?