29.9.04

Dagbok

Smá heilræði til þeirra sem ekki eru með hlutina alveg á hreinu... svona nokkuð eins og ég. Skrifa dagbók. Núna er ég komin "heim" úr 2 mánaða sumarfríi, að reyna að halda áfram þaðan sem frá var horfið. Væri aðeins auðveldara hefði ég haldið utanum það sem ég gerði fyrir fríið. :-P. Eða sett komment inn í forritið. Ahh. Maður finnst allt svo augljóst þegar maður er að skrifa það, en núna man ég ekkert hvað "m" var. Meira böggið. Jæja, það kemur. Þessi komment þvælast eitthvað svo fyrir manni þegar maður er að vinna.

Annars er gaman í skólanum. Ég er svaka ánægð með alla kúrsana mína. Þeir eru allir skemmtilegir... allavegana hingað til. Ég er búin að læra aðeins um HURRICANES! Og í ICE AGE EARTH er kennarinn alltaf að segja frá og sýna myndir frá Íslandi. Í fyrsta tímanum lét hann mig standa upp svo allir sæju hvernig Íslendingar líta út. Og hann útskýrði líka að ég héti í rauninni Tinna, dóttir Jökulsinns. Og allir krakkarnir, eða stelpurnar, sögðu einum kór "oohhhh". Ég kafrjóðnaði náttúrulega. Alveg hrikalegt. Neinei, ekki svo, bara fyndið.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?