27.9.04

Svaka spennandi að byrja i nami

Fyrsti dagurinn í skólanum. Ég er hérna mætt fyrir allar aldir. Á undan öllum. Við Óli erum í svona vakna snemma, fara að sofa snemma -prógrammi, aldrei þessu vant.

Fyrsti tíminn byrjar klukkan hálf tíu og er um ský og veðurfræði. Ég er þvílíkt spennt. Síðan klukkan 20 mín yfir ellefu er ICE AGE EARTH, kúrsinn sem ég er að kenna dæmatíma í. Ég er búin að vera að lesa glósuhefti eftir prófessorinn og það er það skemmtilegasta glósuhefti sem ég hef nokkurn tíman lesið. Ég leit varla uppúr því alla helgina. Þegar hann var að segja frá kenningum einhverra manna sem voru uppi fyrir 100 - 200 árum, þá kom bara öll þeirra ævisaga þeirra með, væntingar og þrár, afrek og mistök. Og yfirleitt voru þetta skrautlegir karakterar sem voru vísindamenn á þessum tímum.

En nú þarf ég að drífa mig í tíma. Ekki gott að mæta of seint fyrsta daginn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?