25.10.10

wtf, you smokin crack?

Ég var með fullt af dóti úr gömlu íbúðinni í kjallaranum hennar Liz. Það kom að því að hún gafst upp á því að hafa þetta þarna svo ég setti auglýsingu á netið um að það væri allskonar ókeypis dót til sölu. Fullt af fólki kom og tók dótið okkar. Þau tóku fötin mín (systir mín myndi sennilega segja ræflana), borð, spil, tennis spaða og allskonar. Það var ljómandi gott.

Enginn vildi gömlu sængina hans Óla svo þegar ég var að bera allt dótið sem enginn vildi út, þá gekk þar framhjá heimilislaus maður með innkaupakerru. Ég spurði hann hvort hann vantaði ekki sæng og hann kinkaði kolli. Ég gat gefið honum sæng og gömul rúmföt sem ég vildi ekki eiga lengur. Svipurinn á manninum þegar ég rétti honum kassa fullan af rúmfötum. Hann var óborganlegur. Einhverstaðar á milli you smokin crack og jah, það væri aldeilis indælt. Við fórum bara bæði að hlæja, en hefðum kannski átt að fara að gráta.

5.10.10

Dísús kræst

hvað ég vildi að þessar tvær vikur væru enn tvær vikur, ekki bara 10 dagar. Ég sendi nefndinni ritgerðina. Það vantar enn aðeins upp á abstraktinn og loka orðin. Síðasta kaflann. Hvað þýðir þetta allt saman? Who cares? Það er nokkuð sem maður getur spurt sjálfan sig til að skrifa loka kaflann. Who cares? Jú, sökkvandi agnir eru mikilvægar því þær flytja koldíoxíð úr andrúmsloftinu og passa að það verði ekki enn óbærilegra en það nú þegar er.

Ég sendi David ritgerðina í gær svo hann gæti gúdderað að senda nefndini hana. Það var alveg ófyrirsjáanleg tilfinning sem ég fékk þá. Helltist yfir mig þvílíkt þunglyndi og depurð. Ég fór í svaka hjólatúr, í bíó á unglinga mynd, sem mér þykir yfirleitt frekar skemmtilegt, og síðan í whole foods og keypti mér allt sem mig langaði í. Sápur og krem. Smákökur og súkkulaði. En það hjálpaði ekki mjög mikið. Þegar ég kom 'heim' vissi ég ekkert hvað ég ætti af mér að gera en fann bók upp í hillu sem greip athygli mína. Bóksalinn í Kabúl.

Ég las hana fram á rauða nótt og loksins hætti að vera döpur. Það er ekki annað hægt en að gapað yfir þrautsegjunni og þolinmæðinni hjá þessum Afgönsku konum. Og þakkað sínu sæla fyrir að hafa ekki fæðst í Afganistan. Ætli kúgun kvenna hafi verið svona mikil í vestrænum heimi fyrir 200 árum síðan? Viðmið. Það er aðalatriðið en eitthvað sem skekkist með tímanum. Svo maður getur aldrei verið viss um neitt.

1.10.10

Sótti um starf

Sótti um eina af mest prestigeous stöðum sem ungum vísindamönnum stendur til boða í einum af fínustu skólum landsins. Það er ekki mjög líklegt að ég fái þessa stöðu en hvernig á ég að vita það ef ég sæki ekki um. Svo ég er búin að trassa að klára ritgerðina mína til að setja saman þessa umsókn. Trassa að borða og trassa að sofa. Mamma mía. Ég veit ekki hvað ég er að spá. En mig langar í þessa vinnu og hvað getur maður gert.

Það er svo fáránlega óþægilegt að sækja um vinnu. Í gær sendi ég þremur vísindamönnum við þessa stofnun alveg over the top formleg bréf um mig. Tveir könnuðust við mig en einn hefur ekki svarað. Það er bara allt í góðu með það. Ég er að fara að halda fyrirlestur þarna eftir 2 vikur og í millitíðinni verð ég að klára ritgerðina. Dísus kræst hvað ég vildi að þessar tvær vikur væru búnar.

Annars er bara allt gott að frétta. Við Óli túrbó-fluttum um síðustu helgi. Pökkuðum, fluttum, upppökkuðum á tvem sólarhringum. Upp á 6. hæð. Hversu snar bilað getur fólk verið. En nú búum við (Óli) í penthouse íbúð með útsýni yfir central park ef maður teygir sig. Vá hvað ég hlakka til að flytja til New York.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?