5.10.10
Dísús kræst
hvað ég vildi að þessar tvær vikur væru enn tvær vikur, ekki bara 10 dagar. Ég sendi nefndinni ritgerðina. Það vantar enn aðeins upp á abstraktinn og loka orðin. Síðasta kaflann. Hvað þýðir þetta allt saman? Who cares? Það er nokkuð sem maður getur spurt sjálfan sig til að skrifa loka kaflann. Who cares? Jú, sökkvandi agnir eru mikilvægar því þær flytja koldíoxíð úr andrúmsloftinu og passa að það verði ekki enn óbærilegra en það nú þegar er.
Ég sendi David ritgerðina í gær svo hann gæti gúdderað að senda nefndini hana. Það var alveg ófyrirsjáanleg tilfinning sem ég fékk þá. Helltist yfir mig þvílíkt þunglyndi og depurð. Ég fór í svaka hjólatúr, í bíó á unglinga mynd, sem mér þykir yfirleitt frekar skemmtilegt, og síðan í whole foods og keypti mér allt sem mig langaði í. Sápur og krem. Smákökur og súkkulaði. En það hjálpaði ekki mjög mikið. Þegar ég kom 'heim' vissi ég ekkert hvað ég ætti af mér að gera en fann bók upp í hillu sem greip athygli mína. Bóksalinn í Kabúl.
Ég las hana fram á rauða nótt og loksins hætti að vera döpur. Það er ekki annað hægt en að gapað yfir þrautsegjunni og þolinmæðinni hjá þessum Afgönsku konum. Og þakkað sínu sæla fyrir að hafa ekki fæðst í Afganistan. Ætli kúgun kvenna hafi verið svona mikil í vestrænum heimi fyrir 200 árum síðan? Viðmið. Það er aðalatriðið en eitthvað sem skekkist með tímanum. Svo maður getur aldrei verið viss um neitt.
Ég sendi David ritgerðina í gær svo hann gæti gúdderað að senda nefndini hana. Það var alveg ófyrirsjáanleg tilfinning sem ég fékk þá. Helltist yfir mig þvílíkt þunglyndi og depurð. Ég fór í svaka hjólatúr, í bíó á unglinga mynd, sem mér þykir yfirleitt frekar skemmtilegt, og síðan í whole foods og keypti mér allt sem mig langaði í. Sápur og krem. Smákökur og súkkulaði. En það hjálpaði ekki mjög mikið. Þegar ég kom 'heim' vissi ég ekkert hvað ég ætti af mér að gera en fann bók upp í hillu sem greip athygli mína. Bóksalinn í Kabúl.
Ég las hana fram á rauða nótt og loksins hætti að vera döpur. Það er ekki annað hægt en að gapað yfir þrautsegjunni og þolinmæðinni hjá þessum Afgönsku konum. Og þakkað sínu sæla fyrir að hafa ekki fæðst í Afganistan. Ætli kúgun kvenna hafi verið svona mikil í vestrænum heimi fyrir 200 árum síðan? Viðmið. Það er aðalatriðið en eitthvað sem skekkist með tímanum. Svo maður getur aldrei verið viss um neitt.
Comments:
<< Home
Vá! Geðveikt! Mér finnst til hamingju ekki vera alveg nógu stórt orð til að lýsa því sem ég vil segja við þig en ég býst við því að það verði að duga í bili. Hugmyndaflugið flúði þegar ég sökkti mér í skammtafræðin. Svo:
Til hamingju!!!
:D
Skrifa ummæli
Til hamingju!!!
:D
<< Home