25.10.10

wtf, you smokin crack?

Ég var með fullt af dóti úr gömlu íbúðinni í kjallaranum hennar Liz. Það kom að því að hún gafst upp á því að hafa þetta þarna svo ég setti auglýsingu á netið um að það væri allskonar ókeypis dót til sölu. Fullt af fólki kom og tók dótið okkar. Þau tóku fötin mín (systir mín myndi sennilega segja ræflana), borð, spil, tennis spaða og allskonar. Það var ljómandi gott.

Enginn vildi gömlu sængina hans Óla svo þegar ég var að bera allt dótið sem enginn vildi út, þá gekk þar framhjá heimilislaus maður með innkaupakerru. Ég spurði hann hvort hann vantaði ekki sæng og hann kinkaði kolli. Ég gat gefið honum sæng og gömul rúmföt sem ég vildi ekki eiga lengur. Svipurinn á manninum þegar ég rétti honum kassa fullan af rúmfötum. Hann var óborganlegur. Einhverstaðar á milli you smokin crack og jah, það væri aldeilis indælt. Við fórum bara bæði að hlæja, en hefðum kannski átt að fara að gráta.

Comments:
það er stutt á milli hláturs og gráts, lífs og dauða..til hamingju snillingurinn minn
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?