31.8.16

Adventurer

Ævintýrakona.  Það er ég.  Ég tók persónuleika próf og þetta er niðurstaðan.  Mér finnst þetta passa mjög vel.  ISFP.  Við, 9% fólks, erum .. jah, set bara inn smá klausu af internetinu
ISFPs are gentle caretakers who live in the present moment and enjoy their surroundings with cheerful, low-key enthusiasm. They are flexible and spontaneous, and like to go with the flow to enjoy what life has to offer. ISFPs are quiet and unassuming, and may be hard to get to know. However, to those who know them well, the ISFP is warm and friendly, eager to share in life's many experiences.
Ég tók þetta próf á 16personalities.com  Það er ókeypis og tekur bara svona 10-15 mínútur.  Endilega friendið mig ef þið takið þetta próf, það er gaman að skoða hvernig sambandi manns er eða gæti verið háttað.  

Þetta var svo spot on fyrir mig að ég er búin að vera hálf miður mín síðan ég las um mig.  Þetta er aðeins eins og að fara til sálfræðings.  Það er svo hughreystandi að læra eitthvað um sig.  Og að læra að það sem vefst fyrir manni í lífinu er ekki af því að maður er svo andstyggileg manneskja, heldur bara út af því að heilinn á manni virkar á einhvern ákveðinn máta.

22.8.16

beibi sorry!

Er það sem Sólveigu finnst skemmtilegast að segja í öllum heiminum, með dillirödd og óborganlegum svip.  Ég hugsa að henni hafi fundist svipurinn á móður sinni kostulegur þegar hún sagði þetta fyrst, en málið er að ég kalla Óla stundum beibi og stelpunum finnst nett súrrealískt að mamma skuli kalla pabba "baby".

Við áttum mjög góðan metrópólitan dag á fimmtudaginn.  En það er mjög óvanalegt.  Eftir lúrinn hennar Sólveigar drifum við okkur út og keyrðum aðeins í næsta hverfi, í Wicker Park.  Það er mjög skemmtilegt hverfi.  Við fórum beina leið í ísbúð, bestu ísbúðina í usa að mati okkar Sigurdísar.  Sólveig fékk súkkulaði ís, Edda vanillu og ég fékk tvær kúlur, kaffi og dökkt súkkulaði - alveg himneskt.  Eftir ísinn röltum við í TOMS og keyptum inniskó á línuna.  Ásta er með blöðrur á litlu tásunum sem mér fannst vera góð afsökun til að kaupa líka skó á hana þó svo hún augljóslega þurfi ekki skó og gerir reyndar ekki annað en að smokra sér úr þeim til að naga þá þegar ég hef tíma til að klæða hana í þá.  Þeir voru bara svo sætir við Edda stóðumst ekki mátið.  Stelpurnar fíluðu sig agalega vel að velja skó og þetta er góð búð því það eru bara svona 6-8 týpur í boði.  Svo röltum við á Big Star, kipptum með nokkrum tacos og beint út á róló að leika og borða kvöldmat.  Þegar við komum heim beið barnapían eftir okkur og svo kom Óli og allir lögðust á eitt við að koma börnunum í rúmið og allir sofnaðir fyrir átta.  Þá drifum við hjónakornin okkur út á einn fínasta veitingahús í Chicago, North Pond, og hittum þar Rishi og Nikitu sem eru í óða önn að undirbúa brúðkaupið sitt.  Alveg geggjað.

16.8.16

Sundlaug í garðinum

Það er yndislega gott veður í Chicago á sumrin.  Mjög heitt og mikil sól.  Við erum svo heppin að vera með sundlaug í svona 20 sekúndna göngu og njótum þess að fara í hana.  Þetta er public pool.  Það kostar ekkert í hana.  Það er ekki einu sinni anddyri eða sturtuvörður.  Við förum bara í sundfötin heima, löbbum beint inn í búningsklefann, gegnum sturturnar og útí laug.  Förum bara í barnalaugina því það má ekki vera með venjulega kúta í stóru lauginni.  Þeir þurfa að vera sérstaklega samþykktir.  En barnalaugin er mjög indæl og þær una sér í henni tímunum saman.  Í dag komu nýjar vinkonur okkar í heimsókn og við fórum allar í sund.  Það var mjög skemmtilegt. Hérna erum við í smá djús-pásu.


Ég er búin að ráða barnapíuna okkar til að vera meira með okkur.  Hún kemur núna nær daglega og er í svona 4 tíma með okkur.  Oftast kemur hún um 4 og er til 8.  Það er náttúrulega himneskt.  Fyrst leika þær úti meðan ég bý til matinn.  Þá koma þær inn og fara í bað ef það er málið, við borðum og svo passar hún yfirleitt Ástu og ég eða Óli förum í kvöld prógrammið.  En það er náttföt, bursta, lesa og síðan slökkva kl. hálf átta.  Þá tekur við smá prógram með lágstemmdri röddu og að lokum syngja nokkrar vögguvísur.  Oft sofna þær meðan ég er að syngja, en það sem tekur við eftir sönginn er hugleiðsla en ég sit inni hjá þeim.  Í kvöld lásum við gamla útgáfu af Mjallhvíti.  Mér fannst hún frábær.  Stíllinn er góður og setningarnar stuttar og hnitmiðaðar.  Stjúpan er svaka ógnvekjandi en dvergarnir mjög indælir.  Stelpurnar, sérstaklega Edda sátu og hlustuðu allan tímann með mikilli athygli.  Sólveig hlustaði svona með öðru í byrjun en undir miðja bók var hún farin að hlusta nógu vel til að verða hrædd og vildi komast í fangið líka.  Ég var ánægð með þær að hlusta á alla söguna. Á eftir talaði Edda um að hún vildi vera prinsessa líka eins og Mjallhvít.  Þá rifjuðum við upp að hún hefði nú ekki átt sjö dagana sæla, móðurlaus og pabbi hennar ekki mikið til viðræðu... þá varð hún bara nokkuð sátt við sitt hlutskipti.

5.8.16

38 ára

Ég átti afmæli í gær og við vorum með veislu.  Eða þannig.  Sara vinkona kom með börnin sín tvö og Ruth var líka hjá okkur.  Þetta var ljómandi indælt.  Við fengum fyrst hádegismat og síðan köku með ís.  Þá fórum við út í laugina sem er hérna við hliðiná.  Síðan komum við inn og í sturtu og beint út aftur á róló með teppi og fullt af tacos frá big star.  Eini mínusinn var að Sólveig var með hita og volaði eða hágrét allan daginn.  Hún fílaði sig reyndar ágætlega meðan hún var ofaní busl-lauginni að leika með dótið sem hana langaði til að leika með.

Sólveig sofnaði síðan mjög snemma og Ásta líka í fyrra lagi svo við Edda höfðum næði til að spjalla og vera með smá kósí stund upp í rúmi.  Við erum eitthvað að tala um daginn þegar Edda spyr mig hvað ég ætli að verða þegar ég verð stór.  Vísindamaður segi ég.  Já ok.  Hún hugsar sig aðeins um og spyr mig síðan mjög einlægt hvernig mér lítist á að á næsta ári, að skipuleggja svona vísinda-afmæli og bjóða nokkrum börnum og fullorðnum.  Við getum boðið vinum mínum og vinkonum.  Elsku stýrið vorkenndi mömmu sinni fyrir að vera með svona aðeins slappa afmælisveislu og fá eiginlega enga pakka.  Að hennar mati.

Ég fékk samt tvo mjög fína pakka.  Annan frá Eddu.  Hún hafði teiknað mynd og pakkað inn mynd sem Lóa teiknaði og aðra sem Sophia teiknaði síðast þegar hún var hérna og sett í fínan poka.  Síðan fékk ég armband og strokk sem Sophia prjónaði sérstaklega fyrir mig.  Einnig mjög flott.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?