5.8.16
38 ára
Ég átti afmæli í gær og við vorum með veislu. Eða þannig. Sara vinkona kom með börnin sín tvö og Ruth var líka hjá okkur. Þetta var ljómandi indælt. Við fengum fyrst hádegismat og síðan köku með ís. Þá fórum við út í laugina sem er hérna við hliðiná. Síðan komum við inn og í sturtu og beint út aftur á róló með teppi og fullt af tacos frá big star. Eini mínusinn var að Sólveig var með hita og volaði eða hágrét allan daginn. Hún fílaði sig reyndar ágætlega meðan hún var ofaní busl-lauginni að leika með dótið sem hana langaði til að leika með.
Sólveig sofnaði síðan mjög snemma og Ásta líka í fyrra lagi svo við Edda höfðum næði til að spjalla og vera með smá kósí stund upp í rúmi. Við erum eitthvað að tala um daginn þegar Edda spyr mig hvað ég ætli að verða þegar ég verð stór. Vísindamaður segi ég. Já ok. Hún hugsar sig aðeins um og spyr mig síðan mjög einlægt hvernig mér lítist á að á næsta ári, að skipuleggja svona vísinda-afmæli og bjóða nokkrum börnum og fullorðnum. Við getum boðið vinum mínum og vinkonum. Elsku stýrið vorkenndi mömmu sinni fyrir að vera með svona aðeins slappa afmælisveislu og fá eiginlega enga pakka. Að hennar mati.
Ég fékk samt tvo mjög fína pakka. Annan frá Eddu. Hún hafði teiknað mynd og pakkað inn mynd sem Lóa teiknaði og aðra sem Sophia teiknaði síðast þegar hún var hérna og sett í fínan poka. Síðan fékk ég armband og strokk sem Sophia prjónaði sérstaklega fyrir mig. Einnig mjög flott.
Sólveig sofnaði síðan mjög snemma og Ásta líka í fyrra lagi svo við Edda höfðum næði til að spjalla og vera með smá kósí stund upp í rúmi. Við erum eitthvað að tala um daginn þegar Edda spyr mig hvað ég ætli að verða þegar ég verð stór. Vísindamaður segi ég. Já ok. Hún hugsar sig aðeins um og spyr mig síðan mjög einlægt hvernig mér lítist á að á næsta ári, að skipuleggja svona vísinda-afmæli og bjóða nokkrum börnum og fullorðnum. Við getum boðið vinum mínum og vinkonum. Elsku stýrið vorkenndi mömmu sinni fyrir að vera með svona aðeins slappa afmælisveislu og fá eiginlega enga pakka. Að hennar mati.
Ég fékk samt tvo mjög fína pakka. Annan frá Eddu. Hún hafði teiknað mynd og pakkað inn mynd sem Lóa teiknaði og aðra sem Sophia teiknaði síðast þegar hún var hérna og sett í fínan poka. Síðan fékk ég armband og strokk sem Sophia prjónaði sérstaklega fyrir mig. Einnig mjög flott.
Comments:
<< Home
Til hamingju með afmælið elsku Tinna! Hljómar eins og góður dagur, þó svo Edda hafi náttúrulega rétt fyrir sér, það myndi fátt toppa vísindaafmæli, elsku litla músin!
Ástarkveðjur,
Silla
Skrifa ummæli
Ástarkveðjur,
Silla
<< Home