16.8.16

Sundlaug í garðinum

Það er yndislega gott veður í Chicago á sumrin.  Mjög heitt og mikil sól.  Við erum svo heppin að vera með sundlaug í svona 20 sekúndna göngu og njótum þess að fara í hana.  Þetta er public pool.  Það kostar ekkert í hana.  Það er ekki einu sinni anddyri eða sturtuvörður.  Við förum bara í sundfötin heima, löbbum beint inn í búningsklefann, gegnum sturturnar og útí laug.  Förum bara í barnalaugina því það má ekki vera með venjulega kúta í stóru lauginni.  Þeir þurfa að vera sérstaklega samþykktir.  En barnalaugin er mjög indæl og þær una sér í henni tímunum saman.  Í dag komu nýjar vinkonur okkar í heimsókn og við fórum allar í sund.  Það var mjög skemmtilegt. Hérna erum við í smá djús-pásu.


Ég er búin að ráða barnapíuna okkar til að vera meira með okkur.  Hún kemur núna nær daglega og er í svona 4 tíma með okkur.  Oftast kemur hún um 4 og er til 8.  Það er náttúrulega himneskt.  Fyrst leika þær úti meðan ég bý til matinn.  Þá koma þær inn og fara í bað ef það er málið, við borðum og svo passar hún yfirleitt Ástu og ég eða Óli förum í kvöld prógrammið.  En það er náttföt, bursta, lesa og síðan slökkva kl. hálf átta.  Þá tekur við smá prógram með lágstemmdri röddu og að lokum syngja nokkrar vögguvísur.  Oft sofna þær meðan ég er að syngja, en það sem tekur við eftir sönginn er hugleiðsla en ég sit inni hjá þeim.  Í kvöld lásum við gamla útgáfu af Mjallhvíti.  Mér fannst hún frábær.  Stíllinn er góður og setningarnar stuttar og hnitmiðaðar.  Stjúpan er svaka ógnvekjandi en dvergarnir mjög indælir.  Stelpurnar, sérstaklega Edda sátu og hlustuðu allan tímann með mikilli athygli.  Sólveig hlustaði svona með öðru í byrjun en undir miðja bók var hún farin að hlusta nógu vel til að verða hrædd og vildi komast í fangið líka.  Ég var ánægð með þær að hlusta á alla söguna. Á eftir talaði Edda um að hún vildi vera prinsessa líka eins og Mjallhvít.  Þá rifjuðum við upp að hún hefði nú ekki átt sjö dagana sæla, móðurlaus og pabbi hennar ekki mikið til viðræðu... þá varð hún bara nokkuð sátt við sitt hlutskipti.

Comments:
Takk fyrir þessa skemmtilegu frásögn; sé ykkur alveg í anda!

Koss og knús
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?