31.3.16
Nýtt barn er fætt
Litla barnið ákvað loks að láta sjá sig. Ég var með létta samdrætti í sólarhring áður en við fórum upp á spítala. Við vorum komin þangað um 8 leytið í gærkvöldi. Ljósan skoðaði mig og kvað upp að ég væri komin með 5 í útvíkkun. Óli bjó sig undir að við myndum vera þarna alla nóttina, smám saman að komast upp í 10. Hann stóð sig mjög vel með allskonar trix. Kaldan bakstur á ennið, klaka til að bleyta munninn, slökunaræfingar og ég gat látið hríðarnar skolast yfir mig eins og stórar öldur. Um 10 leytið eru þær orðnar svolítið kröftugri og ljósan kveður upp 7. Síðan er ég bara stödd úti á rúmsjó í ólgu og óveðri, hver aldan skellur á mér á fætur annarar, mér finnst ég vera að drukkna. Þá segir Óli mér að ég geti þetta og mín eigin rödd segir að líkami minn sé sterkur og ég geti þetta. Það var alveg magnað að við þessa uppgötvun lygndi skyndilega og öldurnar lægðu. Allt varð viðráðanlegra. Síðan fer eitthvað að þrýsta á mig sem vill komast út. Ég fer upp á fjóra fætur og barnið vill út. Það er náttúrulega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er svakalegt. Umkomuleysið og sársaukinn. Það er ekki um annað að ræða en að taka þátt í þessu prógrammi og halda áfram, beisla dýrslegan kraftinn sem býr innra með manni og nota hann til að koma barninu í heiminn. Ég hélt að þegar höfuðið væri komið út þá væri þetta meira og minna komið. En þá eiga víst axlirnar eftir að koma líka og þær voru eitthvað fastar. Ljósan gólaði "öxl" og smá her kom hlaupandi. Mér var kastað á bakið, fæturnir teygðir upp í loft og fólk ýtti á bumbuna eftir kúnstarinnar reglum og pop, barnið fætt. Tíu mínútur í ellefu. Ljósan sveiflar því upp á mig og það er stúlka. Svo yndislega falleg. Ekki ósvipuð stóru systrum sínum. 30. mars 2016, 3820g.
23.3.16
Beðið eftir barninu
Nú fer þetta að skella á. Ég er að vona að það komi ekki áður en mamma kemur hingað. Barnapían okkar slasaði sig og er rúmliggjandi. Agalega leiðinlegt. Og óheppilegur tími fyrir mig. Við erum með nokkur backup en það væri bara best ef mamma væri komin. Ég hef það annars frekar gott. Það er að hlýna hérna hjá okkur og við erum bara úti á hlaupahjólunum milli þess sem börnin fara á leikskólann.
Sólveig er alveg komin með það á hreint hvað maður á að segja þegar einhver beinir símanum að manni: cheese.
Við vorum eitthvað að kúra upp í rúmi fjölskyldan um helgina þegar Edda segir uppúr eins manns hljóði: Ég elska stórutánna hennar Sólveigar. Það sem þessum börnum dettur í hug.
Sólveig er alveg komin með það á hreint hvað maður á að segja þegar einhver beinir símanum að manni: cheese.
Edda rann í leikskólanum og datt á hurð. Þurfti að sauma 3 spor beint á ennið. Hérna erum við á barnaspítalanum. Þau voru ekkert smá pro, teymið sem við hittum. Það er svo gaman þegar maður upplifir svona fagmennsku. Einkunaorð spítalans eru No Tears og allt starfsfólk er með það að leiðarljósi. Við vorum rétt komin inn fyrir dyrnar þegar hjúkrunarkona tók á móti okkur og kíkti á sárið, setti deyfi krem, spjallaði svolítið við Eddu og pældi í öllu sem skipti máli. Síðan biðum við reyndar í kannski 3 klukkutíma. Þegar kom að okkur þá fékk Edda slopp. Herbergi með teiknimyndum í sjónvarpinu. Allir sem komu að spjalla við okkur sprelluðu endalaust í Eddu og síðan þegar kom að því að sauma þá samanstóð teymið af lækninum, distractor sem fann út hver áhugamálin hennar Eddu væru (Diego) og reddaði honum á ipad og paramedic til að halda barninu þegar það færi að squirma. Síðan ófu þau Eddu inní spennibretti (burrito með guacomole), skoluðu sárið þónokkru sinnum og hreinsuðu, saumuðu skurðinn saman og barnið bara salig róleg að spjalla um spider monkeys, baby jaguar og allskonar Diego. Þetta var alveg magnað. Ég hugsa að þetta hafi tekið 20 mínútur að minnsta kosti ef ekki meira.
Edda er smám saman að eignast vini í leikskólanum. Þegar við komum í morgun hrópaði Ron strax Edda Edda viltu sitja hérna hjá mér. Síðan sagði hann: Miss Mirna, mig langar að Edda sitji í fanginu mínu. Það var svolítið fyndið og gott ef Edda hafi ekki farið hjá sér aðeins.
16.3.16
Elmo gerði það
Við vorum að bíða eftir uber og ég fór upp að sækja vettlinga á kvefkálfinn. Ég sagði þeim sérstaklega að þær mættu ekki róta í töskunni með fötum og teppi sem átti að fara með í leikskólann. Setti hnút á böndin máli mínu til ítrekunar. Síðan kem ég aftur niður nokkrum mínútum seinna og þá eru fötin komin útum allt. Aumingja Edda var agalega skömmustuleg að reyna að setja allt ofaní aftur. Ég set í brúnirnar og spyr hvað þetta sé eiginlega. Sólveig rótaði öllu útum allt er svarið. Svo drífum við okkur í bílinn og ég held áfram að segja að ég sé ekki ánægð með þetta. Ég hafi sérstaklega sagt þeim að þetta mætti ekki. Aftur er viðkvæðið að það sé Sólveig sem er sökudólgurinn. Svo ég segi við Sólveigu að hún hafi ekki mátt róta fötunum svona útum allt. Þá lyftir litli apakötturinn upp Elmo og segir án þess að blikna að það hafi verið Elmo. Það er ekki mikið hægt að segja við því. Ég átta mig alveg á því að ég þarf að nota orkuna í eitthvað annað en að skamma Elmo eða eiga í rökræðum við rökleysing um að tuskudýr taka ekki uppá skammastrikum upp á sitt eigið. Hú ha. Elska leikskóladaga.
11.3.16
Nýtt barn og afmælisbarn
Nýja barnið fer alveg að koma. Við erum öll orðin svo óþreyjufull. Eða kannski er það bara ég. Mér líður eins og ég sé að springa. Húðin á mér er eins strekkt og hún getur orðið. Mér finnst erfitt að standa upp úr rúminu og gera allt sem þarf að gera. Ég er móð og másandi allan daginn. Svo fékk ég einhverja bakteríu og var uppi á spítala í sólarhring. Það var frekar indælt en Eddu og Óla fannst það aðenis erfitt. Sennilega Sólveigu líka.
Að sumu leiti er auðveldara að vera með barnið inní maganum. Það er svo ólýsanlega stressandi að vera með svona kornabarn sem kannski borðar ekki eða sefur ekki. Kannski er það aðallega með fyrsta barnið. Núna þegar ég hugsa útí það þá var ekkert stressandi að vera með Sólveigu. Lóa var líka hjá okkur þá sem munaði miklu. Sólveig svaf meira og minna fyrsta mánuðinn. Hún bara steinsvaf hverja þrjá tíma eftir þrjá tíma. Rétt vaknaði í hálftíma til að láta skipta á sér og drekka.
Og nú er hún orðin tveggja ára. Elsku litla skinnið. Hún fór með kökur í skólann og fékk kórónu. Edda fékk að fara í heimsókn á deildina hennar og mér sýnist á öllu að þetta hafi verið svaka success.
Að sumu leiti er auðveldara að vera með barnið inní maganum. Það er svo ólýsanlega stressandi að vera með svona kornabarn sem kannski borðar ekki eða sefur ekki. Kannski er það aðallega með fyrsta barnið. Núna þegar ég hugsa útí það þá var ekkert stressandi að vera með Sólveigu. Lóa var líka hjá okkur þá sem munaði miklu. Sólveig svaf meira og minna fyrsta mánuðinn. Hún bara steinsvaf hverja þrjá tíma eftir þrjá tíma. Rétt vaknaði í hálftíma til að láta skipta á sér og drekka.
Og nú er hún orðin tveggja ára. Elsku litla skinnið. Hún fór með kökur í skólann og fékk kórónu. Edda fékk að fara í heimsókn á deildina hennar og mér sýnist á öllu að þetta hafi verið svaka success.
Afi Atli er í heimsókn hjá okkur. Það er mjög indælt. Stelpunum finnst það líka stórkostlegt. Þeim finnst æðislegt að geta kennt afa sínum allt mögulegt um hvernig lífið okkar virkar. Maður situr á stól þegar maður borðar. Maður sefur með höfuðið á koddanum, ekki fæturna. Og þeim virðist ekki finnast neitt undarlegt að afi, lífsreyndur maðurinn, skuli ekki vera með svona atriði á hreinu.
3.3.16
Alpine Valley
Við fórum í smá skíðaferð um síðustu helgi. Skruppum upp til Wisconsin í Alpine Valley. Ég ætlaði nú bara að vera með Sólveigu á sleða meðan Edda og Óli færu á skíði en það var ekki það sem Sólveig hafði í huga. Um leið og hún sá skíðin hennar Eddu var það það eina sem komst að hjá henni. Að komast á skíði. Barnið er ekki einu sinni orðið tveggja ára. Það varð úr að við mæðgur þurftum bara að fara inn í sund því sú stutta vildi ekki sjá sleðann meðan Edda renndi sér nokkrar bunur á laugardeginum. Sunnudagsmorgun þá fengum við Sólveig líka skíði sem við vorum bara nokkuð sáttar við.
Hún var nú með svolitlar gúmmífætur og þetta var ágæt líkamsrækt fyrir mig að halda henni uppi meðan við renndum okkur saman í plóg. Edda fílaði sig ágætlega á skíðum en henni fannst skórnir aðeins ómögulegir.