11.3.16
Nýtt barn og afmælisbarn
Nýja barnið fer alveg að koma. Við erum öll orðin svo óþreyjufull. Eða kannski er það bara ég. Mér líður eins og ég sé að springa. Húðin á mér er eins strekkt og hún getur orðið. Mér finnst erfitt að standa upp úr rúminu og gera allt sem þarf að gera. Ég er móð og másandi allan daginn. Svo fékk ég einhverja bakteríu og var uppi á spítala í sólarhring. Það var frekar indælt en Eddu og Óla fannst það aðenis erfitt. Sennilega Sólveigu líka.
Að sumu leiti er auðveldara að vera með barnið inní maganum. Það er svo ólýsanlega stressandi að vera með svona kornabarn sem kannski borðar ekki eða sefur ekki. Kannski er það aðallega með fyrsta barnið. Núna þegar ég hugsa útí það þá var ekkert stressandi að vera með Sólveigu. Lóa var líka hjá okkur þá sem munaði miklu. Sólveig svaf meira og minna fyrsta mánuðinn. Hún bara steinsvaf hverja þrjá tíma eftir þrjá tíma. Rétt vaknaði í hálftíma til að láta skipta á sér og drekka.
Og nú er hún orðin tveggja ára. Elsku litla skinnið. Hún fór með kökur í skólann og fékk kórónu. Edda fékk að fara í heimsókn á deildina hennar og mér sýnist á öllu að þetta hafi verið svaka success.
Að sumu leiti er auðveldara að vera með barnið inní maganum. Það er svo ólýsanlega stressandi að vera með svona kornabarn sem kannski borðar ekki eða sefur ekki. Kannski er það aðallega með fyrsta barnið. Núna þegar ég hugsa útí það þá var ekkert stressandi að vera með Sólveigu. Lóa var líka hjá okkur þá sem munaði miklu. Sólveig svaf meira og minna fyrsta mánuðinn. Hún bara steinsvaf hverja þrjá tíma eftir þrjá tíma. Rétt vaknaði í hálftíma til að láta skipta á sér og drekka.
Og nú er hún orðin tveggja ára. Elsku litla skinnið. Hún fór með kökur í skólann og fékk kórónu. Edda fékk að fara í heimsókn á deildina hennar og mér sýnist á öllu að þetta hafi verið svaka success.
Afi Atli er í heimsókn hjá okkur. Það er mjög indælt. Stelpunum finnst það líka stórkostlegt. Þeim finnst æðislegt að geta kennt afa sínum allt mögulegt um hvernig lífið okkar virkar. Maður situr á stól þegar maður borðar. Maður sefur með höfuðið á koddanum, ekki fæturna. Og þeim virðist ekki finnast neitt undarlegt að afi, lífsreyndur maðurinn, skuli ekki vera með svona atriði á hreinu.
Comments:
<< Home
Yndislegt Tinna mín:) Man vel eftir síðustu dögunum með Guðrúnu Höllu mína. Fór heila 11 daga framyfir. Það var rosalegt.
Náttúran er söm við sig; því þreyttari sem þú ert því meira mótíveruð ertu að drífa fæðinguna af ;-) Hugsa til þín elsku Tinna mín og er ótrúlega ánægð með að mamma þín skuli vera á leiðinni til þín :-) Koss og knús í hús héðan úr Rauðhömrunum
OMG. Ég fór 2 vikur og svo eina viku framyfir. Var að vona eftir 1 eða 2 vikum fyrir þetta skiptið. Þó ekki væri nema á settum degi. Hér er verið að agitera fyrir 25. mars en það er afmælisdagur einnar langömmunnar.
Já Begga, það verður sko gott að fá mömmu til að koma stelli á hlutina hérna.
Skrifa ummæli
Já Begga, það verður sko gott að fá mömmu til að koma stelli á hlutina hérna.
<< Home