23.3.16
Beðið eftir barninu
Nú fer þetta að skella á. Ég er að vona að það komi ekki áður en mamma kemur hingað. Barnapían okkar slasaði sig og er rúmliggjandi. Agalega leiðinlegt. Og óheppilegur tími fyrir mig. Við erum með nokkur backup en það væri bara best ef mamma væri komin. Ég hef það annars frekar gott. Það er að hlýna hérna hjá okkur og við erum bara úti á hlaupahjólunum milli þess sem börnin fara á leikskólann.
Sólveig er alveg komin með það á hreint hvað maður á að segja þegar einhver beinir símanum að manni: cheese.
Við vorum eitthvað að kúra upp í rúmi fjölskyldan um helgina þegar Edda segir uppúr eins manns hljóði: Ég elska stórutánna hennar Sólveigar. Það sem þessum börnum dettur í hug.
Sólveig er alveg komin með það á hreint hvað maður á að segja þegar einhver beinir símanum að manni: cheese.
Edda rann í leikskólanum og datt á hurð. Þurfti að sauma 3 spor beint á ennið. Hérna erum við á barnaspítalanum. Þau voru ekkert smá pro, teymið sem við hittum. Það er svo gaman þegar maður upplifir svona fagmennsku. Einkunaorð spítalans eru No Tears og allt starfsfólk er með það að leiðarljósi. Við vorum rétt komin inn fyrir dyrnar þegar hjúkrunarkona tók á móti okkur og kíkti á sárið, setti deyfi krem, spjallaði svolítið við Eddu og pældi í öllu sem skipti máli. Síðan biðum við reyndar í kannski 3 klukkutíma. Þegar kom að okkur þá fékk Edda slopp. Herbergi með teiknimyndum í sjónvarpinu. Allir sem komu að spjalla við okkur sprelluðu endalaust í Eddu og síðan þegar kom að því að sauma þá samanstóð teymið af lækninum, distractor sem fann út hver áhugamálin hennar Eddu væru (Diego) og reddaði honum á ipad og paramedic til að halda barninu þegar það færi að squirma. Síðan ófu þau Eddu inní spennibretti (burrito með guacomole), skoluðu sárið þónokkru sinnum og hreinsuðu, saumuðu skurðinn saman og barnið bara salig róleg að spjalla um spider monkeys, baby jaguar og allskonar Diego. Þetta var alveg magnað. Ég hugsa að þetta hafi tekið 20 mínútur að minnsta kosti ef ekki meira.
Edda er smám saman að eignast vini í leikskólanum. Þegar við komum í morgun hrópaði Ron strax Edda Edda viltu sitja hérna hjá mér. Síðan sagði hann: Miss Mirna, mig langar að Edda sitji í fanginu mínu. Það var svolítið fyndið og gott ef Edda hafi ekki farið hjá sér aðeins.
Comments:
<< Home
Þetta eru svo miklar snúllur :-) Og nú geturðu farið að slaka á; hjálparhellan mætt á staðinn :-) Knús á ykkur öll :-)
Skrifa ummæli
<< Home