29.10.13
5. í koppaþjálfun
Þetta er æsispennandi leikur. Barnið stendur sig ljómandi vel. Pissaði reyndar þrisvar í buxurnar í leikskólanum en síðan um eftirmiðdaginn pissaði hún tvisvar í koppinn og tvisvar í almenningsklósett. Í bankanum fengum við escort á starfsmannaklósettið og daman beið eftir okkur fyrir utan - náttúrulega til að við ráfuðum ekki inn í gull geymsluna. Mér fannst gaman að geta sagt henni að þetta hefði verið árangursrík ferð. Piss í klósett. Jess.
Það er ekkert lítið gaman þegar barnið manns nær (er alveg að ná) svaka árangri í persónulegum vexti. Ég held hún sé sjálf ánægð með að vera ekki pissublaut alltaf eða með kúk klesstan á rassinum. Um leið og maður veit að um val er að ræða, þá líst manni ekki svo vel á það.
Það er ekkert lítið gaman þegar barnið manns nær (er alveg að ná) svaka árangri í persónulegum vexti. Ég held hún sé sjálf ánægð með að vera ekki pissublaut alltaf eða með kúk klesstan á rassinum. Um leið og maður veit að um val er að ræða, þá líst manni ekki svo vel á það.
Comments:
<< Home
Hæ. Er hún nokkuð orðin 2 ára? Ef þetta gengur brösulega má alveg bakka. Tilfinningin kemur oft ekki fyrr en um 2 ára aldurinn! Er þetta kannski komið?
Gaman að fylgjast með þér öðru hverju. Bestu kveðjur, Sigurlaug.
Skrifa ummæli
Gaman að fylgjast með þér öðru hverju. Bestu kveðjur, Sigurlaug.
<< Home