17.10.13

Chicago

Við Edda fórum í mæðgnaferð til Chicago í síðustu viku.  Skemmtum okkur alveg konunglega.  Fyrst heimsóttum við Henry félaga Eddu og foreldra hans.  Þau eiga svaka fallegt hús á norðurhliðinni með garði.  Við höfðum það svaka gott hjá þeim.  Fengum góðan mat og vorum mikið úti að leika.

Síðan kíktum við aðeins í Hyde Park að heilsa uppá David og Jill.  Fórum í gönguferð um vatnið, kíktum á gamla húsið okkar og á róluvellinn sem ég labbaði framhjá á hverjum degi en fór aldrei áður inn á.  David bauð okkur heim í hádeigismat sem var skemmtilegt.  Þau eru líka með garð og við Edda rúlluðum okkur aðeins í grasinu þeirra.

Loks fórum við í Oak Park, hverfið sem Frank Lloyd Wright bjó í, að heimsækja Söru og Young Jin og þeirra gríslinga.  Það var æðislega gaman að vera með þeim í nokkra daga.  Best er samt alltaf að koma heim og hitta pabba sem kom úr sínu fríi á sama tíma.

Íbúðin okkar er á öðrum endanum.  Við eigum allskonar dót en engin húsgögn.  Reyndum að kaupa skáp í gær sem reyndist vera hálfgerður dúkkuskápur svo nú er ég að reyna að selja hann aftur.  Meira vesenið.  En við ætlum að reyna að kíkja í ikea um helgina.  Vitum bara ekkert hvað okkur langar í eða hvernig húsgögn okkur vantar.  Hvar er innanhússarkitekt þegar maður þarf á honum að halda?

Comments:
gott blogg Tinna mín, gaman að fylgjast með þér/ykkur og frábært hvað þú átt marga góða vini í útlandinu:)
 
Mér finnst þessi innréttingamál hljóma eins og þið þurfið að fá hana Lovísu í heimsókn ;)

Beijos,
Silla
 
Já einmitt. Er með aðra smarta frú i huga sem býr hérna í næsta nágrenni. Okkur vantar tilfinnanlega einhverja aðstoð.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?